Er Samfylkingin að sjá ljósið ?

Það mætti halda á þessum skrifum að Samfylkingarfólk væri að sjá ljósið og að gera sér grein fyrir því að þjóðin hafnaði samningum Steingríms, Svavars og Indriða.   Ég er þó ansi hræddur um að Karl Th sé enn með bundið fyrir bæði augun.   Þjóðin vill ekki nýja tilraun Steingríms og Samfylkingarinnar til að klára Icesave á forsendum Breta og Hollendinga. 

Vilji þjóðarinnar er skýr, hún vill sanngjarnan samning sem tekur mið af stöðu Íslands.   Steingrímur hefur sýnt með dyggri hjálp Jóhönnu að hagsmunir einstaklinga og flokkanna eru settir ofar hagsmunum þjóðarinnar.

Við því sagði þjóðin NEI - takk.


mbl.is Karl Th.: Töfin hefur þegar kostað tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Í sambandi við þessa frétt þá er þetta í fysta sinn sem ég frétti af tilvist þessa tímarits, Herðubreiðar. Það er augljóst, að þetta eru miklir ESB-sinnar, úr því að þeir selja ekki blaðið í krónum, heldur evrum (frekar barnalegt hjá þeim, auk þess miða þeir ennþá við gengið 139 kr.)  

En það sem ég sakna er klausa sem lýsir tengslum við Samfylkinguna, því að ekki er tímaritið óháð. Kannski það standi í prentuðu útgáfunni, sem mér dettur ekki í hug að kaupa.

Vendetta, 8.3.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband