Með allt á hreinu ?

Hvernig stendur á því að þeirri réttaróvissu sem misvísandi dómar héraðsdóms hafa skapað varðandi gengistryggða bílasamninga er ekki eytt.  Hversvegna taka stjórnvöld og Alþingi ekki á málinu?  Nú síðast í dag var lögmaðurinn sem rekur öll þessi dæmalausu mál gerður afturreka af Hæstarétti vegna þess að það stendur ekki steinn yfir steini í máflutningi hans. Dóminn má sjá hérna

Þjóðin bíður niðurstöðu og lögmaðurinn fær að teygja lopann endalaust.  Hvers vegna ?   Er það vegna þess að hann er eiginmaður ráðherra í ríkisstjórn ? 

Nú gagnrýnir VG að bankarnir hafi verið seldir glæpamönnum.  Kaupendur bankanna frömdu glæpinn eftir að þeir eignuðust bankanna og það er viðurkennd staðreynd að það er erfitt að spá um framtíðina. 

Fjármálaráðherra og formaður VG hefur nú skipað nefnd um endurskoðun skattkerfilsins, í ljósi yfirlýsinga Steingríms J þarf hann að svara því hvort allir nefndarmenn hafi nú hreina samvisku.

Það má kannski segja að afsökun fjármálaráðherra sé að forsætisráðherra vandar ekki valið á þeim sem hún tilnefnir.  En ég átti svo sem ekki von á því frá Jóhönnu Sigðurðardóttur að hún vandaði sig núna frekar en fyrri daginn.

Þetta er nefndinog í því ljósi er fróðlegt að lesa þennan úrskurð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband