Forstjóri Neytendastofu á ađ segja af sér.

Ţađ er skrýtiđ ađ lesa haft eftir forstjóra Neytendastofu ađ stofan hefđi lítiđ geta gert vegna ólöglegra lána vegna ţess ađ neytendur voru svo ánćgđir međ lánin.  Yfirlýsingin er hreint ótrúleg og vekur upp spurningar hvort mađurinn sé á réttri hillu í sýnu starfi.

Forstjórinn lítur á ţađ sem hlutverk sitt ađ bíđa eftir kvörtunum og fylgja málinu síđan eftir, en ekki ađ tryggja ađ fariđ sé ađ lögum og reglum á neytendamarkađi.  Ţađ er semsagt allt löglegt samkvćmt neytendastofu ef enginn kvartar.

Í samfélaginu eru margar stofnanir sem taka eftirlitshlutverk sitt alvarlega og grípa inn í ef ekki er fariđ ađ settum leikreglum og stundum verđa ţessar stofnanir óvinsćlar fyrir vikiđ.  En ţađ er ţeirra hlutverk ađ fyrirbyggja slys og ţađ er tekiđ hátíđlega.

Neytendastofa lítur greinilega öđrum augum á máliđ ţrátt fyrir ákvćđi t.d. í 25 gr. laga um neytendalán ţar sem segir

 "25. gr. Neytendastofa annast eftirlit međ ákvćđum laga ţessara. Ákvćđi laga um eftirlit međ óréttmćtum viđskiptaháttum og gagnsći markađarins gilda um úrrćđi Neytendastofu og málsmeđferđ."

Hér er skýrt tekiđ fram ađ Neytendastofa annist eftirlit međ ákvćđum ţessara laga.  Ţađ hlýtur ađ fela í sér meiri skyldur en bara ađ sitja og bora í nefiđ ţar til einhver leggur fram kvörtun.
Fjarvera neytendastofu úr umrćđunni um skuldastöđu heimillanna, forsendubrest vegna stöđutöku bankanna gegn krónunni og ólöglegra erlendra lána er hrópandi.   Neytendur á Íslandi eiga skiliđ betri embćttismenn sem tala ţeirra máli og sinna sínum störfum. Embćttismenn sem velja ekki bara auđveldu leiđina til ađ komast hjá vinnu eđa umrćđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband