Ísland í dag

Það er nánast sama hvar þú berð niður í heimspólitíkinni í dag allt er á sama veg. Aukin aþjóðavæðing.  Íslendingar eru sennilega með það hagkerfi í heiminum sem er mest háð alþjóðavæðingunni.  Fáar þjóðir eiga eins mikið undir milliríkjaviðskiptum og Íslendingar.  Við höfum komið málum svo í alþjóða stofnunum sem fjalla um regluverk milliríkjaviðskipta að bandamenn
okkar heita Noregur, Suður-Kórea og Sviss.  Ekki vegna þess að við eigum einhverja  sameiginlega hagsmuni aðra en vera sérvitir og óska eftir sér lausnum vegna þess að við séum öðruvísi en allir aðrir.

Reynsla undanfarinna ára er að á okkur er ekki hlustað, vægi okkar við samningaborðið er ekkert þrátt fyrir þessa merkilegu bandamenn okkar.  Heimsviðskiptin munu þróast áfram án þess að sérviska okkar og sérhagsmunir verði virtir viðlits.  Fulltrúar bænda á Íslandi hafa meira að segja komist að því að hagsmunum bænda verður mikið betur borgið innan ESB en utan þegar nýjar reglur um heimsviðskipti með landbúnaðarvörur taka gildi.

Forystumenn bænda kjósa samt að berjast á móti vegna þess að hagsmunir Þeirra og hagsmunir bænda fara ekki saman.  Í heimsviðskiptum verður ekki notast við Íslenska krónu, og varla í milliríkjaviðskitpum milli Íslands og annarra þjóða nema í takmörkuðum mæli og þá með höftum, belti og axlaböndum til að verja hina ónýtu krónu.  Við getum alveg eins notast við matador peninga eða hvíta steina eins og að notast við krónuna eins og hún er í dag.

Krónan nýtur ekki trausts hjá neinum, þjóðin treystir henni ekki og er stórum stíl flúin í svart hagkerfi sem lýtur öðrum lögmálum en til er ætlast af stjórnvöldum.  Fyrirtækin eru á harða hlaupum út úr krónunni og fara eitt til tvö fyrirtæki á viku.  Erlent fjármagn kemur ekki inn í landið og skuldatryggingarálag Íslands er þrefalt á við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við.

Kaupmáttur og lífskjör hafa fallið 10 - 15 ár til baka á örskömmum tíma og fyrirsjáanlegt að leiðrétting tekur áratugi ef notast á við þær hugmyndir sem stjórnvöld bera á borð.  Fyrir dyrum eru fjöldauppboð á íbúðarhúsnæði landsmanna.  Kynslóðin sem bera á uppi einkaneyslu og hagvöxt næstu ára er eignalaus og verður upptekin við að greiða af skuldum næstu 30 árin.

Vöxtur í fjárfestingu liggur í máttvana tilburðum einstaklinga til að notfæra sér skattaafslætti til að viðhalda yfirveðsettu eigin húsnæði og ekkert er verið að fjárfesta eða byggja upp til framtíðar.  Sveitarfélög og stórfyrirtæki fá ekki endurfjármögnun lána og stórhætta er á gjaldþrotum sem skekja munu þjóðfélagið á næstu mánuðum.  Vaxtastig er sexfalt á við það sem gerist hjá þeim þjóðum sem við keppum við á alþjóða mörkuðum.

Ráðuneyti eru umsetin af fulltrúum erlendra fjármagnseigenda sem opnað hafa skrifstofu í Reykjavík og rýna öll lagafrumvörp og endursenda stjórnvöldum með skilaboðum um hverju þarf að breyta áður en Alþingi fær að líta tillögurnar augum.   Lögfræðiálitum Seðlabanka og opinberra aðila
er stungið undir stól og logið að þjóðinni og sett upp leikrit í réttarsölum þar sem ný útskrifaðir lögfræðingar eru teknir framfyrir í röðinni til að leitast við að fá "rétta" niðurstöðu hjá dómsstólum.

Stjórnmálaflokkar hafa ekki lagt fram neinar raunhæfar tillögur um það hvernig takast á við vandan.  Þrátt fyrir þetta berjast öfl í þjóðfélaginu á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að vita hvað raunverulega fellst í aðild að ESB.  Hvað hagsmuni er verið að verja ?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Valdi það er undarlegt að ekki megi kíkja ofaní ESB pokann til að sjá hvað í honum er. Ef innihaldið er jafn súrt og margir vilja vera láta vefst það ekki fyrir þjóðinni að segja nei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband