Verðbólgumælingar.

Í ályktunum frá 29. flokksþingi framsóknarmanna má finna athyglisverða ályktun um verðbólgumælingar, en þar segir: “Vísitala neysluverðs mæli einungis raunverulega neyslu og sé í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir”.Íbúðarverð á Íslandi er breytilegt eftir landshlutum, hverfum á höfuðborgarsvæðinu og eðli og stærð húsnæðis.  Bætt aðgengi að lánsfé hefur leitt til hækkunar á húsnæði langt umfram það sem hækkun byggingarkostnaðar gefur tilefni til.Stórt, dýrt húsnæði í eftirsóttum hverfum er val sem einstaklingarnir hafa og þeir sem kjósa að kaupa dýrar eignir eru að leyfa sér munað um fram það sem þarf til að koma sér upp þaki yfir höfuðið.  Vísiltala neysluverðs á að mæla eðlilega neyslu meðal fjölskyldu en ekki taka með jaðartilvik sem skekkja alla mynd   Það myndi engum detta í hug að hafa verð á Hummer jeppum með í neysluverðsvísitölu.        Á sama hátt er fullkomnlega óeðlilegt að dýrar eignir í eftirsóttustu hverfum höfuðborgarinnar, eignir sem seljast á verði sem er langt frá öllu normi séu teknar með í mælingar á húsnæðislið neysluverðsvísitölu.Takmarkað framboð einbýlishúsa á Seltjarnarnesi, sem sprengir upp verð á húsnæði þar,  á ekki að koma fram í neysluverðsvísitölu og valda hækkun verðtryggðra lána landsmanna.  Það er mikið eðlilegra að mæla þróun byggingarkostnaðar og húsaleigu í neysluverðsvísitölu, í stað þess að mæla þróun íbúðarverðs. Þessi breyting ein og sér er fullkomnlega eðlileg aðgerð sem mun bæta hag skuldsettra heimila.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband