Hvar á að skera niður

Samfylkingin boðar stórátak í samgöngumálum, málefnum aldraðra, menntamálum, unga ísland, skattleysismörk og guðirnir vita hvað.  En á sama tíma boðar mentor þeirra í efnahagsmálum að ríkið verði að draga úr umsvifum og ríkisútgjöldum til þess að koma böndum á hagkerfið.   Heitir þetta ekki á góðri íslensku að vera opinn í báða enda?   Á hverjum á að taka mark?  Bjögvini Sigurðssyni og öðrum útgjaldapostulum, eða Jóni Sigurðssyni ... kjósendur hljóta að sjá í gegnum svona málflutning og kjósa rétt... setjum x við B


mbl.is Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Á að setja x við B af því að í kosningastefnu flokksins er ekkert um samgöngubætur, skattleysismörk, fría tannvernd, minni tekjutengingar, bætta þjónustu við aldraða og svo framvegis eða vegna þess að flokkurinn hefur ekkert velt fyrir sér nauðsyn þess að koma samhliða á jafnvægi í efnahagsmálunum?

En loforð sem ekki er ætlunin að standa við auka auðvitað ekki á þenslu, það er þekkt.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 12.4.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ef ástunda á heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu verða menn að vera vel lesnir á það sem fjallað er um.  Lestu kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins áður en svona fullyrðingar eru settar fram.. það er heilbrigð skynsemi.

G. Valdimar Valdemarsson, 12.4.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Ef þú þekkir stefnuskrá Framsóknarflokksins sérðu einmitt að upptalningin er bein vísun í hana. Sé Samfylkingin ókjósanleg að þínu mati og "opin í báða enda" vegna þess að hún leggur áherslu á svipuð stefnumál á sviði uppbyggingar en vill um leið gæta þess að halda aftur af þenslu og ná stöðugleika í efnahagslífinu er eðlilegt að draga eftirfarandi ályktanir af þeirri niðurstöðu þinni að X við B sé vænlegra:

A) Framsókn meinar ekkert með kosningastefnuskrá sinni svo hún mun auðvitað ekki valda neinni þenslu.

B) Framsókn hefur enga sérstaka stefnu í efnahagsmálum eða veltir fyrir sér nauðsyn þess að koma á jafnvægi.

Nema flokkurinn sé svo "opinn í báða enda" að ætla bæði að ná tökum á efnahagsmálunum og halda aftur af þenslu en vinna um leið að brýnum og arðbærum þjóðþrifaverkefnum eins og Samfylkingin er að boða. En þú ætlar varla að halda slíku fram eftir þennan pistil þinn eða hvað?

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 12.4.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Munurinn á stefnu framsóknarmanna og Samfylkingar er að framsóknarmenn vilja öflugt atvinnulíf sem skapar atvinnu og tekjur í þjóðarbúið, en allar tillögur Samfylkingarinnar miða að auknum ríkisreksri og það á að stöðva þróun mikilvægra atvinnugreina.   Allir vita hvernig fór fyrir ríkisreknum hagkerfum, nema kannski trausti rúinn þingflokkur Samfylkingarinnar.

G. Valdimar Valdemarsson, 12.4.2007 kl. 16:20

5 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Já, kommagrýlan er alfarið á móti atvinnulífinu, allri atvinnu og tekjum í þjóðarbúið. Það  er alþekkt og óumdeilanleg staðreynd úr ævintýraheimi kosningabókmenntanna.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 12.4.2007 kl. 17:12

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

ó ó ó var nú fokið í öll skjól og engin rök til á lager?

G. Valdimar Valdemarsson, 12.4.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband