Valdarán?

Þegar ég var á leið til Ameríku á miðvikudag spurði einn ágætur maður sem var mér samferða út hvort hér yrði búið að fremja valdarán þegar við kæmum heim aftur.  Nú er það staðreynd að það er búið að ýta Framsóknarflokknum út af stjórnarmyndunarborðinu og aðrir sitja þar og ráða ráðum sýnum.  Það er samt ekki hægt að kalla það valdarán, það á enginn neitt í pólitík og því engu að stela.  Það er mikilvægt fyrir framsóknarmenn að ráða ráðum sýnum og leggja línurnar fyrir komandi misseri í pólitík.  Ég held að það sé mikilvægt fyrir flokkinn að skapa sátt og ró innan flokks og taka upp málefnalega og öfluga stjórnarandstöðu. 

Flokkurinn stendur vel málefnalega og það er mikilvægt að skipuleggja starfið framundan vel og taka frumkvæðið í stjórnarandstöðunni.  Tækifæri framsóknarmanna liggja í því að byggja á gömlum grunni og mikilli þekkingu innan flokks og tryggja að ný ríkisstjórn fái málefnalegt aðhald frá degi eitt.  Við skulum ekki leggjast í sömu skotgrafir og einkenndu stjórnarandstöðuna sl. kjörtímabil heldur vinna vel og leggja grunninn að öflugum stórum Framsóknarflokki, flokki sem er og verður höfuð andstæðingur íhaldsins á Íslandi hvort sem það er til hægri eða vinstri.

Framsóknarflokkurinn hefur staðið vörð um hagsmuni hins vinnandi manns, haft atvinnu fyrir alla að leiðarljósi og að afla í kökuna áður en hún er bökuð.   Kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar var einn stór loforðalisti og það verður spennandi að sjá hvað verður skorið niður á Þingvöllum og hvað fær að lifa.  Ég trúi því seint að Sjálfstæðismenn séu tilbúnir að fórna góðri stöðu ríkissjóðs fyrir 4 ár í viðbót í stjórnarráðinu, það verða dýr ráðherrasæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband