Sprenghlægilegt og fáránlegt

Þetta eru orð sem bankastjóri Seðlabankans viðhefur um þá umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu um stöðu krónunnar sem myntar.  Ætli það séu ekki ansi margir hagfræðingar sem viðhafi sömu orð um þá staðreynd að 300 þúsund manna þjóðfélaga sé að burðast við halda úti eigin gjaldmiðli.  Ætli sömu orð eigi ekki líka við um vaxtastigið sem íslensk heimili og lítil fyrirtæki búa við í dag.  Það hefur nýlega komið fram að á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra hefur orðið samdráttur á undanförnum árum.  (Það heitir víst neikvæður hagvöxtur hjá blaðamönnum)  Þrátt fyrir þetta búa einstaklingar og fyrirtæki á þessum svæðum við hæstu stýrivexti í vestrænum heimi, til að slá á þenslu einhverstaðar annarstaðar.   Davíð Oddsson á það til að grípa til stórra orða til að komast hjá að taka málefnalega afstöðu í einstökum málum.  Vandamálið liggur innanbúðar í Sjálfstæðisflokknum, þar forðast menn að ræða viðkvæm erfið mál fram í rauðan dauðan, síðan er skipt um skoðun yfir nótt án undangenginnar umræðu eins og tilfellið var með EES samningin  á sýnum tíma.   Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um að taka á erfiðum málum vegna átakafælni forystumanna flokksins.   Atvinnulífið og fjölskyldurnar sem eru að sligast undan vaxtaokri seðlabankastjórans verða að skilja að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur í vegi fyrir allri vitrænni umræðu um stöðu krónunnar. 
mbl.is Fáránlegar hugmyndir að taka upp evru án þátttöku í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Sammála þessu, þar fyrir utan hef ég aldrei tekið mikið mark á orðum pólitískt ráðinna manna, oftar en ekki reynast þeir vanhæfir í starfi.

Friðrik Hjörleifsson, 6.9.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband