Íbúalýðræði

Hversvegna vilja VG víkja sér undan því að taka ákvörðun um félagsform OR og skýla sér bak við íbúalýðræðið?   Menn eiga ekki að bjóða sig fram ef þeir eru ekki tilbúnir að standa og falla sínum ákvörðunum í almennum kosningum.   Ef taka á upp íbúakosningar í auknum mæli er mikilvægt að þeim sé skapaður viðeigandi rammi með löggjöf.  Allir vita að kratar í Hf eru uppteknir af því í dag að koma sér undan niðurstöðu um álversstækkun.   Áður en hægt er að viðhafa íbúakosningar í mikilvægum málum þarf að koma ýmsum málum á hreint t.d.  hvenær og hvernig svona kosning bindur kjörna fulltrúa, hver þátttakan þarf að vera, hvað þarf marga til að fara fram á svona kosningu  og hvað niðurstaðan bindur hendur meirihluta til langs tíma.  Þessi atriði verða að vera skýr áður en til svona kosninga kemur, annars koma menn sér undan því með einum eða öðrum hætti að fara að niðurstöðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Valdimar.

Málið er ekki að VG vilji víkja sér undan afstöðu til málsins, við höfum þegar gert ítarlega grein fyrir henni, og það sem meira er, kjósendur vissu vel fyrir kosningar hvaða afstöðu VG hefur í þessum efnum.  Það verður ekki sagt um alla aðra flokka.  En hvað er annars að því að spyrja íbúa?  Er eitthvað að óttast í þeim efnum?  Sannleikurinn er sá að þetta snýst ekki bara um rekstrarform fyrirtækisins, þetta snýst í grunninn um eignarhald á auðlindum, orkunni í iðrum lands og vatninu sem er öllu lífi nauðsynlegt.  Óttumst ekki sjónarmið íbúanna.

Árni Þór Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sæll Árni og takk fyrir athugaemdina/svarið

Ég virði VG fyrir það að maður veit yfirleitt hvar þið standið í hverju máli, ég er oftar en ekki ósammála ykkur, en það er önnur saga.  Ég held bara að til þess að viðhafa íbúakosningar þurfi að setja um þær skýrar reglur í lögum m.a. um þau atriði sem ég tel upp hér að ofan.  Ég spyr þig, getum við sameinast um tillögur um íbúalýðræði, leikreglur og framkvæmd?

G. Valdimar Valdemarsson, 7.9.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Ég er sammála því að það þurfi að setja almennan lagaramma um íbúakosningar.  Og við gætum áreiðanlega sameinast um tillögur í þeim efnum.  En þar með er ekki sagt að á meðan beðið er eftir nægilegri samstöðu um slíkt megi ekki kjósa um einstök mikilvæg mál.

Árni Þór Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Auðvitað má kjósa um hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi, en þá er alltaf spurning hvernig á að túlka niðurstöðuna, hvort hún bindur menn, hversu lengi osfrv.   Óttast að á meðan engar reglur eru til séu slíkar kosningar ómark, eins og kosning um flugvöll í Vatnsmýri, skipulag í Hafnarfirði, nokkrar hundahaldskosningar.... það telur sig enginn bundinn af niðurstöðunni og þeim sem þátt tóku er gefið langt nef.  Og þá tel ég verra af stað farið en heima setið. Lýðræðið er dýrmætt, en viðkvæmt og ef við vöndum okkur ekki komum við óorði á íbúakosningar, fólk hættir að taka þátt ef niðurstaðan er ekki virt.

G. Valdimar Valdemarsson, 7.9.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband