Mistök í hagstjórn

Hagfræðingur hjá Seðlabankanum skrifaði langa grein í Morgunblaðið nýlega til að verja hávaxtastefnu bankans.  Í þessari grein var ekki vikið orði að bindiskyldu bankanna en það er stjórntæki sem bankinn hefur yfir að ráða til að draga úr útlánagetu bankana og slá þannig á þensluna í samfélaginu.  Það hefur sýnt sig að háir vextir eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt í hagstjórninni.   Hagfræðingar Seðlabankans skulda þjóðinni skýringu á því hversvegna þeir nota ekki bindiskylduna til að slá á þenslu í stað endalausra vaxtahækkana sem draga mátt úr heilu atvinnugreinunum.   Hvernig væri nú að einhver fréttamaðurinn færi að vinna vinnuna sína og leita skýringa á því hversvegna ekki var gripið til bindiskyldunnar þegar bankarnir fóru inn á húsnæðismarkaðinn og hversvegna þetta stýritæki liggur ónotað í skúffum á Arnarhól?


mbl.is Stýrivextir Seðlabankans væntanlega komir niður undir 4% 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er ekkert flóknar en að reka sjávarútvegsfyrirtæki í því umhverfi sem Seðlabankinn hefur búið þeim atvinnuvegi undanfarin misseri.  Ef að flækjustigið er að þvælast fyrir í bankanum verður að fá aðra menn til að stjórna á þeim bæ.

G. Valdimar Valdemarsson, 1.11.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband