Vaxtahækkunin var tilgangslaus

Seðlabankar þeirra landa sem Seðlabanki Íslands hefur haft sem fyrirmynd hafa lækkað vexti undanfarið til þess að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti í efnahagslífi og til að tryggja að hjól atvinnulífs stöðvist ekki.   Seðlabankar annarra landa horfa fram í tímann og grípa til ráðstafana sem ætlað er að hafa áhrif eftir eitt ár eða jafnvel síðar.  Þess vegna eru þeir að lækka vexti núna þrátt fyrir bæði verðbólgu og í sumum tilfellum þenslu.   Þeir sjá nefnilega augljós merki þess að það eru yfirgnæfandi líkur á samdrætti þegar horft er lengra fram.  

Þetta sér auðvita Seðlabanki Íslands, en hann er hættur að hugsa um hagstjórn og hag heimila og atvinnulífs.   Það á bara að verja handónýta stefnu og stórlaskaða krónu hvað sem það kostar.  Heimilin, einyrkjar og lítil fyrirtæki skulu borgar brúsann og tryggja hagfræðingunum og bankastjórnum áfram mjúka stóla að sitja á við Arnarhól.

Forsætisráðherra situr sem leppur fyrrverandi formanns Sjálfsstæðisflokksins og sýnir ekkert pólitískt frumkvæði í stöðunni og heldur bara blaðamannafundi til að undirstrika ráðleysi og getuleysi sitt og ríkisstjórnar.    Samfylkingu er of annt um stólana sýna til að hafa skoðun á efnahagsmálum og fara bara um landið með fundarherferð til að telja fólki trú um að allt sé í góðu lagi.  Almenningur veit betur.


mbl.is Mikil velta á skuldabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband