50% dýrara ?

Hér er verið að taka upp sama módel og Íbúðalánasjóður notar til þess að fjármagna sig.  Stóri munurinn er að Kaupþing er 50% dýrari og ætlar sér 0,9% álag á sama tíma í Íbúðalánasjóði nægir 0,6% álag.   Þarna munar heilum 50 prósentum.   Annars er jákvætt að Kaupþing velur að fjármagna sig eftir sama módeli og Íbúðalánasjóður.  Þá kemur í ljós raunverulegur styrkur Íbúðalánasjóðs og hver er ávinningur almennings af sjóðnum umfram það að þurfa að leita á náðir bankanna.

Það eru líkur á að hér sé upphafið að nýju verðstríði í fjármögnun húsnæðis.   Ef að þau kjör sem bjóðast í þessu útboði verða í einhverri líkingu við það sem Íbúðalánasjóði er að bjóðast á markaði. þá verður það erfitt fyrir minni bankana og Sparisjóðina að keppa við Kaupþing, en þeir verða tilneyddir að bregðast við ætli þeir sér að taka þátt í fjármögnun íbúðahúsnæðis í framtíðinni.

Það eru augljóslega athyglisverðir tímar framundan á húsnæðismarkaði.


mbl.is Kaupþing með útboð á skuldabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

ertu að meina að Kupþing sé að starta vitleysunni aftur eða hvað áttu við

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.6.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já, þeir ætla sér að drepa samkeppnina núna í eitt skipti fyrir öll.  Sparisjóðirnir hafa engan leik í stöðunni og stóru bankarnir takmarkað svigrúm.   Eina svar Landsbankans eða Glitnis sem vit væri í, væri að sameinast erlendum banka og bjóða hér óverðtryggð lán á kjörum sem tíðkast erlendis.   Það er ekkert verið að hugsa um stöðuleikan heldur er verið að berjast um hagnaðinn.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.6.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband