Þarf Geir að segja af sér ?

Sú kjaftasaga gengur nú ljósum logum um samfélagið að lekinn til Landsbankans um væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafi komið beint frá forsætisráðherra.   Það er grafalvarlegt mál ef satt er. 

Ljóst er að Halldór Kristjánsson bankastjóri hafði þessar upplýsingar undir höndum áður en markaðir lokuðu, um það er ekki deilt.  Nefndur hefur verið sá möguleiki að Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, hafi verið ríkisstjórninni til ráðgjafar og þarf af leiðandi vitað um málið.   Ég hef miklar efasemdir um að Yngvi Örn hefði brugðist trausti hafi hann verið til ráðgjafar.  Hann þekki leikreglur markaðarins það vel.

 

Ungir sjálfstæðismenn eru fyrirferðamiklir á skrifstofum Landsbankans og það þarf auðvitað að skoða það nákvæmlega hvort þeir hafi búið yfir vitneskju um væntanlegar aðgerðir og nýtt þá vitneskju, jafnvel án vitneskju sinna yfirmanna, í störfum sínum.

 

Ábyrgðin á lekanum liggur í stjórnarráðinu, ekki hjá Landsbankanum.  Landsbankinn, eða einstakir starfsmenn hans kunna að hafa nýtt sér þessar upplýsingar, en mikilvægt er að upplýsa hver lak þeim og í hvern,  og kalla viðkomandi til ábyrgðar.

 

Það hefur ekki komið fram í umræðunni hverjir áttu þau bréf sem þarna voru seld.  Voru bréfin í eigu Landsbankans, eða í bara í vörslu hans?  Eða voru þau eign aðila úti í bæ sem kannski bjó yfir vitneskju um væntanlegar aðgerðir?

 

Nú er rannsóknin í höndum Fjármálaeftirlitsins og vonandi velta þeir við öllum steinum í þessu máli og upplýsa það.   Það er mikilvægt ef traust á að ríkja að málið sé upplýst að fullu og þeir látnir axla ábyrgð sem þarna varð á, og þar er komin ástæða fyrirsagnarinnar.   Geir þarf að sjálfssögðu að segja af sér ef hann er sá sem lak þessum upplýsingum.

 Fjármálaeftirlitið hlýtur að hraða rannsókninni og senda málið síðan til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sé ástæða til.    Það veldur mér reyndar áhyggjum að það virðist fara saman að þeir sem eiga að rannsaka þetta mál í framhaldinu eru meira og minna tengdir Sjálfstæðisflokknum á einn eða annan hátt eins og sagt er.  Það er  því mikilvægt að fjölmiðlar haldi vöku sinni og fylgi málinu eftir, alla leið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband