Íbúðalánasjóður er ljósið í myrkrinu

Það sýnir sig alltaf betur og betur að það var hárrétt ákvörðun hjá framsóknarmönnum að standa vörð um Íbúðalánasjóð.   Í haust reynir á Samfylkinguna fyrir alvöru þegar endurskoða á lög um sjóðinn.   Vonandi hefur Jóhanna lært sitt lítið af hverju síðan hún setti húsbréfin með allt að 25% afföllum á markað hér um árið.


mbl.is Vextir Íbúðalánasjóðs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það væri tilfellið já ef þetta yrði til þess að auka aðgengi að lánsfé.  það eru fæstir sem eiga fyrir útborgun í íbúð og aðgangur að því sem uppá vantar er nánast lokaður.  Svo þessi vaxtalækkun er ekki að hafa áhrif á verðbólgu heldur aðeins að lækka greiðslubyrgði þeirra sem komast ekki hjá því að standa í kaupum á íbúðarhúsnæði á þessum síðustu og verstu tímum.

G. Valdimar Valdemarsson, 11.8.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Jón Kjartan Ingólfsson

Ég er sannfærður um að þessir tímar séu hvorki hinir síðustu né verstu. Árans bölsýni bara! ; )

Jón Kjartan Ingólfsson, 12.8.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hver tími er síðastur í röð þeirra sem á undan komu.... en svo kemur nýr tími á 60mín fresti Jón,   verstu... það má deila um það.

G. Valdimar Valdemarsson, 13.8.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband