Dæmigerð Samfylking

Ísland á að leggja sem minnst af mörkum í samfélagi þjóðanna.   Íslendingar velja sér auðveldu og vinsælu viðfangsefnin og láta öðrum eftir að vinna skítverkin.   Við ætlum ekki að leggja meira af mörkum með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa.  Við viljum að aðrir leggi hreinsi fyrir okkur olíuna og bensínið sem við notum.  (Og kannski framleiðum í framtíðinni).   Við viljum að aðrar þjóðir niðurgreiði ofan í okkur landbúnaðarvörurnar.

Þetta er dæmigerður hugsunarháttur sníkjudýra, og þar er Samfylkingunni rétt líst.


mbl.is Friðargæsluliðar beri ekki vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Algjörlega rétt ákvörðun. Ísland á ekki að taka þátt í vopnaskaki af neinu tægi! Ef Samfylkingin er eins og sníkjudýr, er ekki Framsóknaflokkurinn eins og einfrumungur?

Jónas Rafnar Ingason, 26.8.2008 kl. 15:45

2 identicon

Þegar friðargæsluliðar bera ekki vopn er auðveldara að tryggja að þeir sinni einvörðungu borgaralegum skyldum, sem er krafan sökum hlutleysisstefnu Íslands, svo ekki sé minnst á herleysið.

Það er ekkert nýtt og ekkert athugunarvert við það að Ísland sé her- og hlutlaust land (eftir duttlungum þeirra sem því vilja breyta auðvitað) og að opinber starfsemi íslenska ríkisins taki mið af því.

Hlutirnir eru mjög misjafnir eftir stöðum og verkum í Afghanistan og stór hluti landsins er alveg jafn öruggur og hvar annars staðar erlendis. Ef íslenska ríkið sendir menn með vopn þangað, þá er við því að búast að menn verði notaðir í verkefni þar sem þarf vopn, þ.e. á hættusvæðum. Það er það sem Ingibjörg er að reyna að forðast, og með réttu. Við sendum þetta fólk þangað Á ÞEIRRI FORSENDU að þeir sinni eingöngu borgaralegum verkefnum. Annað á auðvitað ekkert að koma til greina.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:45

3 identicon

Ísland á bara ekkert að vera að skipta sér af þessu yfirhöfuð, við höfum nóg með okkar innanlandsmál svo við förum nú ekki að bæta Þessu á okkur líka.

Það eina sem Ísland ávinnur sér með þáttöku í svonalöguðu er að vinna sér inn prik hjá terroristum og gera okkur að hugsanlegu skotmarki fyrir terrorista.

Við erum að senda út hvað 10 manna friðargæslusveit sem á að gera nákvæmlega hvað ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband