Er hægt að taka framboð Íslands alvarlega?

Íslensk utanríkisþjónusta hefur lagt mikið undir í framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.   Starfsmenn utanríkisráðuneytisins forsetinn, ráðherrar og aðrir embættismenn hafa notað öll tækifæri undanfarin ár til að tala máli Íslands og leita eftir stuðningi annarra þjóða við framboðið.

Framboðinu var m.a. ætlað að styrkja íslenska utanríkisþjónustu og gera hana fullburða.  Jafnframt að sýna öðrum þjóðum að íslendingar væru færir um að taka þátt í alþjóðastarfi jafnfætis öðrum þjóðum.  Það mun í framtíðinni auka vægi Íslands í alþjóðlegu samstarfi margskonar sem við tökum þátt í.  Leiða má að því líkum að það verði auðveldara fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og fá tekið tillit til þeirra í alþjóðasamstarfi og samningum.

þetta eru kannski helstu rökin fyrir því að eyða um 400 milljónum sérstaklega í framboðið.  Nú hefur utanríkisráðherra sett alla þessa vinnu á spil til að afla sér vinsælda í fámennri klíku í Samfylkingunni.   Íslendingar eiga að vera baggi á öðrum þjóðum þegar kemur að friðargæslu.

Íslenskir friðargæsluliðar eiga að vera óvopnaðir í störfum sínum á ófriðarsvæðum.  Það þarf jú ekki friðargæslu þar sem friður ríkir.   Þetta verður til þess að aðrar þjóðir verða að leggja til mannskap og tæki til að verja íslendingana.   Það segir sig sjálft að þetta getur varla mælst vel fyrir hjá öðrum þjóðum að vera með farþega með sér í störfunum.   Er þá ekki bara betra heima setið en af stað farið?

Ingibjörg Sólrún virðist telja það fullkomlega eðlilegt að Danir, Norðmenn, Hollendingar eða aðrir leggi til vopnaðar sveitir til að gæta óvopnaðra Íslendinga á ófriðarsvæðum,  og að það sé gert undir því yfirskyni að við séum að taka þátt í friðargæslu.

Silfurstrákarnir okkar sýndu og sönnuðu að lítil þjóð getur staðið þeim stóru jafnfætis, en svo koma svona dæmalausar vinsældarákvarðanir þar sem við erum gerðir að bagga og þiggjendum í nauðsynlegu starfi erlendis við að stilla til friðar á ófriðarsvæðum.

Ráðherrar Samfylkingarinnar virðast vera í einhverskonar keppni í ábyrgðarleysi og asnaskap.  Þær stöllur Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnar leiða keppnina, en Össur kemur þar skammt á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband