Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir forsetaembættið

Í annars ágætri þjóðhátið gærdagsins, þar sem þjóðin hyllti handboltahetjurnar
okkar, sýndi Sjálfstæðisflokkurinn forseta lýðveldisins þvílíka vanvirðingu að það
tekur ekki nokkru tali.
 
Í tvígang sleppti kynnirinn, Valgeir Guðjónsson, 17. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kraganum í síðustu Alþingiskosningum (kjördæmi
handboltamálaráðherrans), að nefna þjóðhöfðingann þegar hann fór yfir þá sem voru
uppi á sviði.
 
Þannig að vanvirðingin getur varla verið tilviljun sem má skrifast á gleymsku eða
mistök.
 
Sama hvaða skoðun menn hafa á einstaklingnum sem gegnir embættinu, verður að sýna
embættinu þá virðingu sem því ber.
 
Hann er sameiningartákn þjóðarinnar, þjóðhöfðingi.
 
Það virðast sjálfstæðismenn ekki geta.
 
Eðlilega var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi
forsætisráðherra uppi á sviði að hylla hetjurnar, en hvað í veröldinni voru aðrir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar að gera uppi á sviði?
 
Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað vald, heldur fer hver ráðherra með sinn málaflokk
og áttu hinir ráðherrarnir því ekkert erindi upp á svið.
 
Ég held að menn hafi gleymt sér gersamlega í að klína sig upp við hetjurnar til
reyna að ná nokkrum geislum dýrðarljómans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu ekki full formfastur þarna, get ekki séð að skuggi hafi fallið á hluteigandi.

Eiríkur Harðarson, 30.8.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ég held að ástæða þess að ríkisstjórnin mætti sé einfaldlega sú sama og hrjáir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þegar sjálfsálitið er lágt þá er gott að baða sig í ljóma þeirra sem eru að gera það gott.  

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 30.8.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband