Björn veistu ekki númerið hjá Geir ?

Eftirfarandi er af bloggi Björns Bjarnasonar í dag.

"Evrópunefnd undir formennsku minni ræddi við Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, í byrjun júní 2005. Þá sagði hann hið sama og við Evrópuvaktnefndina, sem er í Brussel núna: Það tekur engan tíma fyrir Ísland að gerast aðili að ESB. Þetta kemur fram í skýrslu Evrópunefndarinnar. Hvernig dettur nokkrum manni í hug, að stækkunarstjórinn segi annað, en evra án aðildar komi ekki til greina? Það þarf ekki að hitta hann til að vita svarið. Aðrar leiðir eru þó fyrir hendi. Um það þarf ekki að deila."

tilvitnun líkur

Hvernig væri nú að Dómsmálaráðherrann tæki upp símann og hringdi í forsætisráðherra og léti hann vita að það hafi verið mistök að senda þessa nefnd til Brussel til að komast að því sem dómsmálaráðherrann vissi nú þegar.   Þannig mætti spara bæði dýrmætan tíma og fjármuni ríkisins.

Maður skyldi ætla að þeir sem sitja í ríkisstjórninni ræddu saman af og til og ef að Björn veit þetta allt saman (Margir aðrir virðast vita það líka miðað við umræður undanfarna daga)  Hversvegna upplýsir Björn ekki Geir um að það sé tilgangslaust að fara þessa leið og að hann viti um aðra betri?

Í hvaða sandkassaleik eru Sjálfstæðismenn með fjöregg þjóðarinnar þessa dagana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband