Hvað svo ?

Nú er komið í ljós að fjármögnun Glitnis banka versnaði til muna vegna aðstæðna á markaði undanfarna daga.   Aðstæðna sem einkennast af björgunaraðgerðum ríkisstjórna og seðlabanka um allan heim til að koma í veg fyrir hrun.   Á sama tíma og þjóðir heims hafa verið að bregðast við er ekkert gert á Íslandi.   Það er því fullkomlega eðlilegt að draga þá ályktun að þeir sem fjármagnað hafa Glitni undanfarið hafi dregið sig í hlé vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.

Þá er reikningur þjóðarinnar vegna getuleysis Geirs orðinn áþreifanlegur, kr 270.000 á hvert einasta mannsbarn.  Og þó aðeins búið að bjarga einum banka.   Hvað verður nú um Byr sem var í samningum við Glitni um yfirtöku?

Önnur stór spurning sem brennur á þjóðinni er hvernig fjárlagafrumvarpið lítur út.   Í fyrra var farið á bullandi eyðslufyllerí og útgjöld aukin um 20% á milli ára.   20% er engin smá hækkun á útgjöldum ríkissjóðs, það var eytt og spreðað í gæluverkefni hægri vinstri, nú verður fróðlegt að sjá hvort ríkisstjórnin sýnir ábyrgð og leggur fram fjárlög í jafnvægi.   Það er jú búið að eyða 84.000 milljónum í dag í eina aðgerð og varla borð fyrir báru í frekari útgjöld.    Ef gefa á út fjárlög með ávísun á komandi kynslóðir uppá 50-60 milljarða er komin tími til að ríkisstjórnin fari frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband