Falleinkunn

Viðbrögð Seðlabanka við beiðni Glitnis um lán eru með þvílíkum endemum að greiningarfyrirtækin hljóta að lækka lánshæfismatið.  Árangurinn af margra ára uppgreiðslu skulda ríkissjóðs er farinn út um gluggann á einni helgi.   Dettur nokkrum í hug eftir þessi viðbrögð bankans að aðrir bankar komi til með að leita til Seðlabanka um fyrirgreiðslu?

Fyrirgreiðsla hefur fengið alveg nýja merkingu eftir helgina.  Seðlabankinn kaupir 75% af 200 milljörðum og ákveður sjálfur að verðið sé 84 milljarðar.   Síðan verður hluturinn seldur og nánast öruggt að það fæst hærra verð fyrir.   Þetta er hrein og klár eignaupptaka hvernig sem á málið er litið.  Menn geta haft skoðun á því hvernig eignirnar urðu til en ég fullyrði að margir eru að tapa umtalsverðum hluta ævisparnaðarins á þessum aðgerðum.  Litlir hluthafar sem hafa ekkert um málið að segja og gleymast í hita leiksins.

Aðilar á markaði hafa gefið aðgerðum Seðlabanka einkunn í dag,  og það fer ekki á milli mála að það er falleinkunn.   Hvað þarf Seðlabankinn að falla á mörgum prófum áður en yfir líkur?   Peningastefnan er gjaldþrota og stjórnendur Seðlabanka njóta ekki trausts í samfélaginu.  Það sér hver maður að þegar Seðlabankinn tekur til hendi er þjóðinni efst í huga hvaða búi að baki, hverjum sé verið að refsa og hverjum eigi að hygla.  Það er lýsandi dæmi um fullkomið vantraust og þekkist ekki á byggðu bóli að málsmetandi menn um allt þjóðfélagið telji bankann ganga erinda annarra en þjóðarinnar.


mbl.is Fleiri lækka lánshæfismat ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband