Bjarni klumsa... vonandi ekki lengi

Á bloggsíðum og í kaffitímum fara menn nú mikinn og ræða um það að Framsókn sé að klofna og að það verði stofnaður nýr flokkur þeirra sem hafa barist gegn því að flokkurinn taki skýra afstöðu, sem felur í sér aðild að ESB,  í Evrópumálunum. 

Bjarni segir nú á bloggi sínu að hann sé í flokki og það sé ekki að breytast, allavega ekki fyrr en eftir að flokkurinn hefur breytt um stefnu.   Bjarni er og verður held ég alltaf framsóknarmaður, og jafnvel þó að Framsóknarflokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálunum vona ég að Bjarni verði þar áfram innanborðs og berjist fyrir sínum sjónarmiðum.

Aðhald og uppbyggileg skoðanaskipti eru nauðsynleg í hverjum stjórnmálaflokki og þar hefur Framsókn farið í broddi fylkingar á Íslandi og liggur langt framar öðrum flokkum.  Grasrótin hefur áhrif og tekst á um stefnuna.   Má þar nefna mál eins og sjávarútvegsmál, einkavæðingu bankana og einkavæðingu símans sem menn hafa tekist á um á umliðnum árum og koma til með að takast á um. 

Í þeirri umræðu er mikilvægt að allir sem hafa framsóknarstefnuna að leiðarljósi komi að borðinu og láti sín sjónarmið heyrast og taki þátt í lýðræðislegri ákvörðunartöku.  Í því fellst styrkur flokksins.

Ef til aðildarviðræðna við ESB kemur er enn mikilvægara að þeir sem hafa miklar efasemdir um það ágæta sambandi taki þátt í umræðunni með þeim sem eru fylgjandi.   Þess vegna vona ég að vinur minn Bjarni Harðarson komi tvíefldur til flokksþings og taki þátt í þeirri ákvörðun sem þar verður tekin og taki lýðræðislegri niðurstöðu.   Verði hún á þann veg að flokkurinn styðji aðild að ESB er af nógu að taka þegar kemur að því að ræða samningsmarkmið og síðar samningsniðurstöðu og útfærslu.  Þá er mikilvægt að rödd Bjarna og þeirra sem deila með honum skoðunum heyrist í stofnunum flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband