Svik VG ?

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að VG ætli að svíkja samkomulag sem gert var þegar Framsóknarmenn lýstu því yfir að þeir verðu ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar falli.   

Forsjárhyggja VG og Samfylkingar er svo sterk að þeir gera allt til að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu um stjórnarskránna á stjórnlagaþingi.   Það eru dregnar fram ýmsar afsakanir og að lesa það nú í Smugunni að aðkoma stjórnmálamanna sé notuð sem afsökun fyrir því að samþykkja ekki stjórnlagaþing er afbökun á staðreyndum.

Frumvarp Framsóknarmanna gerir einmitt ráð fyrir því að stjórnmálamenn komi ekki að stjórnlagaþingi og ástæðan er að þeim hefur ekki tekist að ná samkomulagi um endurskoðun stjórnarskrár. 

Þeir flokkar sem nú virðast ætla að svíkja samkomulagið standa þannig í vegi fyrir nauðsynlegum umbótum á stjórnkerfinu.  Þeir eru varðhundar kerfisins þrátt fyrir að gefa annað í skyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband