Hefjum uppbygginguna strax

Nú liggja kosningaúrslit fyrir og ljóst að ný ríkisstjórn þarf að taka til starfa sem allra fyrst.  Það liggur fyrir að ástæður efnahagslegs hruns á Íslandi voru að peningamálastjórnin brást.   Nefnd er að störfum til að greina ástæður og finna sökudólga.  Látum nefndina um það en hefjumst handa við endurreisnina.

Í kosningunum létu VG og Sjálfsstæðisflokkur hjá líða að leggja fram trúverðuga peningamálastefnu en til þess að byggja upp þarf að móta nýja trúverðuga peningamálastefnu með bakhjarl sem getur stutt krónuna og íslendinga í uppbyggingunni í nánustu framtíð.

Það hafa engar hugmyndir aðrar en stöðuleikasamningur við Seðlabanka Evrópu og aðild að ESB verið bornar á borð sem leysa þann bráðavanda sem íslenskt efnahagslíf er í.  Það er aðkallandi að nú þegar meirihluti er til staðar á Alþingi til að sækja um aðild að ESB að flokkarnir sameinist sem fyrst um að senda inn aðildarumsókn og hefja viðræður við ESB.

Ég tel réttast að Samfylking og Framsókn setjist nú niður og semji drög að stjórnarsáttmála og bjóði síðan VG og eða Borgarahreyfingunni aðild að viðræðunum á síðari stigum.  Þeir flokkar geta þá valið um aðild að ríkisstjórn sem sækir um aðild að að verja hana falli.

Ríkisstjórnin myndi síðan grípa til nauðsynlegra ráðstafanna, m.a. að sækja um aðild að ESB og taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja.   Síðan mætti hugsa sér að breyta stjórnarskránni næsta vetur og kjósa um aðild og til Alþingis á næsta vori. 

Það yrði spennandi og skemmtilegt kosningavor þar sem kosið yrði á einu bretti ríkisstjórn og sveitarstjórnir og um væntanlegan aðildarsamning.

Það er ekki eftir neinu að bíða.  Hefjumst handa strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband