Er bylting svarið ?

Nú leggur ríkisstjórnin til nýjar álögur á almenning og fyrirtækin í landinu.   Tilgangurinn er göfugur. það á að stoppa upp í fjárlagagatið til þess að ekki þurfi að senda börnum okkar og barnabörnum reikninginn. 

Ég tæki þessar álögur á mig barnanna vegna með glöðu geði, ef ekki fylgdi böggull skammrifi.  Skattarnir eiga að færa ríkissjóði 2,7 milljarða króna, en það hækkar neysluvísitöluna um hálft prósent og verðtryggð lán landsmanna um 8 milljarða.  

Fjölskyldur og fyrirtæki þurfa því að borga fjármangseigendum 8 milljarða til þess að geta fært ríkissjóði 2,7 milljarða.  Er heil brú í þessari vitleysu?  Væri þá ekki bara nær að leggja skatt á afborganir lána sem gæfi 2,7 milljarða á ári í tekjur og sleppa okkur við þessa 8 auka milljarða og leyfa okkur að draga fellihýsin um landið á gamla bensín verðinu, fá okkur rauðvínstár með grillmatnum og öl yfir góðum leik ?

Það fer að koma tíma á byltingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband