Hræðsluáróður

Nú er hafinn mikill hræðsluáróður hjá ríkisstjórninni til að hræða menn til þess að samþykkja þá afarkosti sem Steingrímur J Sigfússon kallaði glæsilegan árangur fyrir örfáum vikum.   Áróðurinn beinist ekki síst að stjórnarandstöðunni eins og að hún eigi að skera ríkisstjórnina úr snörunni sem hún kom sér í með því að semja af sér.

Það á að senda þjóðinni 300 - 500 milljarða króna reikning til að bjarga andliti fjármálaráðherra og samninganefndarmannanna sem hann gerði út.  Þegar nefndarformaðurinn nennti þessu ekki lengur gekk  hann að afakostum til að komast í sumarfrí.

Yfirlýsingar aðgerðarleysisstjórnar Samfylkingar og íhaldsins um ríkisábyrgð á IceSave skuldbindingunum hefur ekkert gildi.  Svona yfirlýsing er marklaus ef hún styðst ekki við meirihluta á Alþingi og aldrei var látið á það reyna.  Þeir komu því ekki í verk frekar en mörgu öðru.

Nú geysast flokksgæðingarnir fram með stórkallalegar yfirlýsingar algerlega órökstuddar og reyna að hræða þjóðina og þingmenn til fylgislags. 

Ég skora á þingmenn að fylgja sannfæringu sinni í þessu máli og láta ekki hræða sig með marklausum yfirlýsingum.

Fellum frumvarpið um ríkisábyrgð.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

og hvað svo? Allar þjóðir heims munu klappa okkur lof í lófa og sennilega fáum við verðlaun líka.

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Finnur hefur greinilega keypt hræðsluáróðurinn.

Ef ábyrgðin verður felld þarf að semja upp á nýtt.   Vonandi verða þá settir í samninganefndina menn sem hafa tíma, metnað og nennu til að ná árangri fyrir hönd þjóðarinnar.

G. Valdimar Valdemarsson, 26.6.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sammála G. Valdimar. Skemmtileg tilbreyting ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Okkar menn eiga ekki að skera SJS niður úr snörunni, látum hann sprikkla eða skera sig niður sjálfur !

Kveðja, KPG.

Ps.:Nema Finnur Bárðarson vilji hjálpa honum ?

Kristján P. Gudmundsson, 26.6.2009 kl. 16:07

5 Smámynd: Púkinn

Hvernig viltu svara því sem ég segi hér?  Það eru nefnilega tvö mál - annars vegar hvort við samþykkjum skuldbindinguna um að borga Icesave og hins vegar hvort við samþykkjum þessa tilteknu útfærslu....og 5.5% vextina.  Menn geta verið ósammála útfærslunni með ýmsum rökum, en miðað við það sem á undan er gengið sé ég ekki hvernig eigi að hafna skuldbindingunni.

Púkinn, 26.6.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Púki:  Eitt svar við því er að finna hér en þar kemur fram að við höfum haldið illa á málinu og lítið eða ekkert gert til að fara réttar leiðir til að leita réttar okkar í málinu.

G. Valdimar Valdemarsson, 29.6.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband