Ég ætla ekki að hætta að blogga hér þrátt fyrir Davíð Oddsson

Ég mun blogga hér af og til og þegar andinn kemur yfir mig. Tilkoma Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins mun ekki breyta þar nokkru um.

Þessi bloggsíða mín hefur aldrei lotið ritstjórnarvaldi Morgunblaðsins og ég hef getað gagnrýnt blaðið hér þegar mér hefur þótt ástæða til.   Það er aldrei mikilvægara en einmitt núna að halda úti bloggi sem sýnir blaðinu aðhald og gagnrýnir á uppbyggilegan hátt þegar það á við.

Mér þykir þeir sem láta Davíð Oddsson hrekja sig af blogginu hér gera honum óþarflega hátt undir höfði.  Það verður sjónarsviptir af ýmsum sem hafa boðað brottför sína eða eru þegar farnir en það gerir bara ríkari kröfur til okkar sem eftir standa.

Ég vonast til að enn verði pláss fyrir andstæð sjónarmið og skoðanaskipti á þessum vettvangi og í trausti þess mun ég halda áfram að skrifa bloggfærslur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, stattu þá vaktina hér, ef þ.e. þín skoðun að ekki menn eigi að hafa kjark og þor, að standa fyrir sínu.

Ég veit að þú ert móðgaður yfir brottrekstri fyrri ritstjóra - ekki er gott að segja hvort réð meira, að DO vildi stólinn eða skoðanir þess ágæta manns.

En það má einnig vera, að X-D hafi tekið þann pól í hæðina, eftir nýlegar skoðanakannanir, að það sé ekki svo slæm mið að slægja að fara í harða andstöðu við núverandi ríkisstjórn, þ.e. hvort tveggja í senn, þeirra stefnu innanlands málum sem og stefnu þeirra í utanríkismálum.

Munum, að framundan er sennilega erfiðasti tími ríkisstjórnarinnar, þ.e. niðurskurðurinn og frekari skattahækkanir, ofan á þær sem þegar eru komnar.

Ekki virðist tregðan hafa minnkað neitt á sama tíma, til að grípa til aðgerða líkar þeim, er Framsóknarmenn hafa lagt til.

Það má vera, að kosningar verði næsta vor - og X-D sé að planleggja, að ná inn öllum þeim atvkæðum sem þeir töpuðu og meira til.

Að ráða DO gæti einfaldlega verið hluti í þeirra strategíu fram að þeim tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband