Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Valdarán?

Ţegar ég var á leiđ til Ameríku á miđvikudag spurđi einn ágćtur mađur sem var mér samferđa út hvort hér yrđi búiđ ađ fremja valdarán ţegar viđ kćmum heim aftur.  Nú er ţađ stađreynd ađ ţađ er búiđ ađ ýta Framsóknarflokknum út af stjórnarmyndunarborđinu og ađrir sitja ţar og ráđa ráđum sýnum.  Ţađ er samt ekki hćgt ađ kalla ţađ valdarán, ţađ á enginn neitt í pólitík og ţví engu ađ stela.  Ţađ er mikilvćgt fyrir framsóknarmenn ađ ráđa ráđum sýnum og leggja línurnar fyrir komandi misseri í pólitík.  Ég held ađ ţađ sé mikilvćgt fyrir flokkinn ađ skapa sátt og ró innan flokks og taka upp málefnalega og öfluga stjórnarandstöđu. 

Flokkurinn stendur vel málefnalega og ţađ er mikilvćgt ađ skipuleggja starfiđ framundan vel og taka frumkvćđiđ í stjórnarandstöđunni.  Tćkifćri framsóknarmanna liggja í ţví ađ byggja á gömlum grunni og mikilli ţekkingu innan flokks og tryggja ađ ný ríkisstjórn fái málefnalegt ađhald frá degi eitt.  Viđ skulum ekki leggjast í sömu skotgrafir og einkenndu stjórnarandstöđuna sl. kjörtímabil heldur vinna vel og leggja grunninn ađ öflugum stórum Framsóknarflokki, flokki sem er og verđur höfuđ andstćđingur íhaldsins á Íslandi hvort sem ţađ er til hćgri eđa vinstri.

Framsóknarflokkurinn hefur stađiđ vörđ um hagsmuni hins vinnandi manns, haft atvinnu fyrir alla ađ leiđarljósi og ađ afla í kökuna áđur en hún er bökuđ.   Kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar var einn stór loforđalisti og ţađ verđur spennandi ađ sjá hvađ verđur skoriđ niđur á Ţingvöllum og hvađ fćr ađ lifa.  Ég trúi ţví seint ađ Sjálfstćđismenn séu tilbúnir ađ fórna góđri stöđu ríkissjóđs fyrir 4 ár í viđbót í stjórnarráđinu, ţađ verđa dýr ráđherrasćti.


Stóra spurningin

Stjórnarandstađan bođađi stjórnarskipti í kosningunum 12 maí.  Stóra spurningin sem lögđ var fyrir ţjóđina var hvort hún vildi frekar meirihluta kaffibandalagsins eđa meirihluta íhalds og framsóknar.  Svar ţjóđarinnar er komiđ og ţá ćtla bćđi Samfylking og VG ađ breyta spurningunni eftir á, ţađ kallast fölsun, svik viđ kjósendur eđa bara tćkifćrissinnar.

 Eitt í dag annađ á morgun.  

Stjórnarandstađan viđrađi aldrei ţann möguleika viđ kjósendur ţessa lands ađ ţeir vildu skipta um sćti viđ framsóknarmenn í ríkisstjórn.  En nú sćkja bćđi VG og Samfylking ţađ fast.  Eru ţađ engin svik viđ kjósendur?  Hafa vinstri menn keypt sér aflátsbréf í bunkum og leyfi til ađ svíkja kjósendur hćgri vinstri á međan ţćr hrakyrđa framsóknarmenn fyrir ađ halda áfram í stjórnarsamstarfi.  Ţriđjungur kjósenda vilja ţessa stjórn áfram, ţriđjungur vill ađ framsóknarmenn standi upp og hleypi Samfylkingu ađ. 

Dettur nokkrum í hug ađ framsóknarmenn eigi ađ hlusta frekar á ţann ţriđjung sem vill ţá ekki, en ţann sem vill ţá í ríkisstjórn?  Myndu einhverjir gera ţá kröfu til annarra flokka ađ hlusta frekar á ţá sem kusu ţá ekki en ţá sem kusu ţá?  Hvađa endaleysa er ţetta.  Vinstri menn er dćmdir í stjórnarandstöđu í önnur 4 ár og ţeir verđa bara ađ lćra ađ lifa međ ţví og haga sér eins og vitiboriđ fólk og láta af skítkasti, brigslyrđum og sorakjafti.  Ţađ fćrir ţá ekkert nćr ţví ađ sitja í ríkisstjórn.

Svo einfalt er nú ţađ.

 


Lífiđ heldur áfram

Álver viđ Helguvík verđur varla stöđvađ úr ţessu, sem betur fer.  Ţađ er búiđ ađ leggja í mikla vinnu og mikla leit ađ atvinnutćkifćrum fyrir Suđurnesjamenn.  Atvinnutćkifćrum sem skjóta frekari stođum undir atvinnulífiđ og auka ţar fjölbreytni.   Nú glittir í árangur af ţeirri vinnu og vonandi verđur ţjóđin ţađ lánsöm ađ hér verđi ríkisstjórn sem stiđur viđ bakiđ á heimamönnum í ţeirri uppbyggingu, en leggur ekki steina í götu ţeirra.

Ţađ er skylda framsóknarmanna ađ sitja sem fastast í ríkisstjórn og tryggja ađ hagspár Seđlabanka og fjármálaráđuneytis um 3.5% atvinnuleysi rćtist ekki.  Atvinnuleysi er mesta böl sem einstaklingar og fjölskyldur upplifa og íhaldiđ, ásamt Samfylkingu og VG eru greinilega tilbúin til ađ koma hér á tímabundnu atvinnuleysi til ađ leysa einhvern ímyndađan hagstjórnarvanda.


mbl.is Skýrsla vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögđ fram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á hverja á ađ hlusta

Á framsóknarflokkurinn ađ hlusta á ţađ sem yfirgáfu flokkinn og kusu annan flokk í Alţinginskosningunum?  Eđa á flokkurinn ađ hlusta á 11.7% kjósenda sem treysta framsóknarmönnum best til ađ koma ađ stjórn landsins?   Mér finnst ţađ skrýtin pólitík ef líta á til kjósenda annara flokka ţegar framsóknarmenn meta ţá stöđu sem upp er komin.

Framsóknarmenn lögđu í ţessa kosningabaráttu međ sterka málefnalega stöđu, málefni sem flokkurinn og flokksfólk trúir á.   Ţađ ber ađ líta til ţess hvađa málum viđ náum fram í stjórnamyndunarviđrćđum.  Okkar skylda er viđ ţá sem kusu flokkin en ekki viđ ţá sem yfirgáfu hann.  Ég tel ţví mikilvćgt ađ framsóknarmenn haldi málefnunum á lofti og geri kröfu um ađ ţeir hafi ţar meiri áhrif í nýrri ríkisstjórn, en í fráfarandi ríkisstjórn.  Náist ţađ ekki er sjálfhćtt.  En ég hafna ţví algjörlega ađ láta ţá sem yfirgáfu flokkinn ráđa mínu atkvćđi komi til ţess ađ greiđa atkvćđi um stjórnarţáttöku á miđstjórnarfundi.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigđarflan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ragnar Reykás hvađ

Steingrímur Jođ talar um ađ núverandi ríkisstjórn sé lösku, lömuđ ađ hún hafi ekki meirihluta atkvćđa á bak viđ sig og ţessvegna sé henni ekki sćtt.  Gott og vel, ef hann meinar nú eitthvađ af ţví sem hann segir, hvernig dettur manninum ţá í hug ađ bera minnihlutastjórn á borđ fyrir ţjóđina. Ađ sjálfsögđu á ađ mynda stjórn sem byggir á meirihluta ţingmanna ef ţađ er hćgt.  Hvers vegna ćttu framsóknarmenn ađ verja stjórn međ VG falli?  Steingrímur sjálfur segir ađ ţađ sé himin og haf milli ţessra flokka.    Er ţá allt eins í myndinni  ađ framsóknarmenn verji bara minnihlutastjórn Sjálfstćđisflokks falli? 

 


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband