Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Umrćđan er ţeim erfiđ

Björn Bjarnason gerir ţađ ađ umtalsefni í pistli sínum á blogginu í gćr ađ fréttamenn haldi lífi í umrćđunni um skipan Ţorsteins Davíđssonar sem hérađsdómara.   Birni virđist ţykja ţađ miđur ađ umrćđan sé ekki ţögnuđ og allt falliđ í ljúfa löđ.   Hann gerir athugasemdir viđ fréttamat fjölmiđlamanna.   Ţađ er greinilegt ađ umrćđan er farin ađ hafa áhrif innan Sjálfstćđisflokksins, ţađ er ljóst ađ ţeim ţykir erfitt ađ verja málstađinn og eru komnir út í horn međ öll sín rök.

Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig ţeir bregđast viđ ţegar umrćđan hćttir ađ snúast um aukaatriđi og fer ađ snúast um ađalatriđi málsins.   Ţegar fram koma upplýsingar um hćfi ţeirra sem framhjá var gengiđ og matsnefndin taldi hćfari en Ţorsteinn.  Ţađ er augljóst ađ ţađ er allt gert nú til ađ svćfa máliđ áđur en til ţess kemur.   Álit umbođsmanns Alţingis hlýtur ađ byggja á samanburđi á hćfi ţeirra sem sóttu og röksemdum setts dómsmálaráđherra í málinu.  Hann fékk á ţriđju viku til ađ semja greinargerđ međ rökum fyrir ráđningunni og ţví ljóst ađ hann hefur talađ og nú er ţađ umbođsmanns ađ vega og meta og fella dóm.

Össur Skarphéđinsson er ekki í mikiđ betri málum en Árni fjármálaráđherra.   Össur sagđi ađ ef hann hefđi gengiđ framhjá Guđna viđ ráđningu orkumálastjóra hefđi hann veriđ ađ brjóta stjórnarskrá. Ţađ vćri stjórnarskrárbrot ađ velja ekki hćfasta umsćkjandann.  Ef umbođsmađur Alţingis,  og eftir atvikum jafnréttisráđ komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ ekki hafi veriđ valinn hćfasti umsćkjandinn, hafandi röksemdir Össurar undir höndum,  hlýtur ráđherrann ađ segja af sér ţví ljóst er ađ ţar til bćr yfirvöld hafa fariđ yfir umsóknir og rök ráđherra vegiđ og metiđ og komist ađ ţví ađ brotiđ hafi veriđ gegn stjórnarskrá samkvćmt túlkun Össurar.   Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig hann ćtlar ađ klóra sig frá ţví.

Vandlćting Samfylkingarinnar viđ ráđningar á undanförnum árum fór ekki framhjá ţjóđinni.  Ţögn hennar um ráđningu Ţorsteins Davíđssonar og ráđningar Össurar á ferđamálastjóra og orkumálastjóra hrópar.  Siđapostularnir í Samfylkingu eru farnir í felur og ţađ eina ljósa í málinu er ađ allt bendir ţó til ţess ađ ţeir skammist sín fyrir sitt fólk í ríkisstjórn og á Alţingi sem segir eitt í dag og annađ á morgun.   Hver er opinn í báđa enda ţessa dagana?  Ekki framsókn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband