Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Pólitískt gjaldþrot

Nú virðist þeirri hugmynd vaxa fylgi að við lokum okkur af, tökum ekki erlendu lánin sem um er rætt og tökumst á við aðsteðjandi vanda ein hér úti í Ballarhafi.   Þessar skoðanir koma frá afturhaldsöflunum í Íslensku samfélagi, VG og Íhaldinu.     Það er illt að sitja undir hótunum frá Bretum og Hollendingum og enn verra að horfa uppá ESB taka undir þeirra málflutning.

Það er alvarlegt ef einstök ríki eiga að komast upp með að misnota alþjóðlega stofnun eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF) til þess að kúga bágstadda þjóð til hlýðni.   Nú verða þeir stjórnmálamenn sem vilja horfa fram á veginn en ekki til baka í leit að lausnum að taka höndum saman og leita lausna.   Það verður að ræða beint við þá sem við eigum í deilum við og gera það tæpitungulaust. 

Ráðherrar verða að brjóta odd af oflæti sýnu og fara á staðinn til að greiða úr flækjunni í stað þess að sitja heima og lesa fréttir um Ísland í fjölmiðlum.  Geir Haarde á að fara til Washington og funda með IMF og fá á hreint hver staðan er.   Síðan þarf að fara maður á mann og ræða við stjórnarmenn í sjóðnum til að tala okkar máli.  

Samhliða þessu á að halda blaðamannafund eða fundi til að skýra okkar sjónarmið og skoðun á því að alþjóðastofnun láti misnota sig með þessum hætti.  Ef Geir treystir sér ekki til ferðarinnar ætti varaformaður Sjálfstæðisflokksins að fara í hans stað, ég treysti starfandi utanríkisráðherra ekki til verksins.   Össur Skarphéðinsson sem starfandi utanríkisráðherra sagði Bandaríkjamen hafa sýnt okkur fingurinn og er ekki líklegur til að fá áheyrn á þeim bæ eða ná árangri í viðræðum við aðrar þjóðir.

Bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra eru gagnlaus pappír og ættu reyndar að vera búnir að segja af sér eftir atburði síðustu vikna.


Össur var sekur

Nú er komið fram að bresk stjórnvöld voru byrjuð að undirbúa yfirtöku Kaupþings 2 dögum fyrr en talið var áður.  Það er því ljóst að það er hvorki símaviðtal Árna (Lak Össur því til að koma sök á hann?) eða kastljósviðtal Davíðs sem fór svona fyrir brjóstið á Bretum.   Þá stendur eftir viðtal Össur Skarphéðinssonar við sjónvarp mbl. þann 6. október sem setur ferlið af stað.

Það er því Össur Skarphéðinsson sem með blaðri og athyglissíki sinni hefur stórskaðað Íslenskt efnahagslíf.


Stjórnarskrárbrot ?

Öll stærri mál er varða utanríkismál á að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis.  Allir muna þann storm sem varð í þjóðfélaginu þegar tveir menn tóku ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak og stór orð sem Samfylkingin hafði uppi í þeirri umræðu.

Nú hefur verið gert samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn IMF sem er í það minnsta í 19 töluliðum.  Þetta samkomulag hefur ekki verið kynnt þjóðinni, Alþingi eða utanríkismálanefnd og er það klárt brot á þingskaparlögum en í 24 grein laga um þingsköp segir:

" 24. gr. Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á."

Utanríkisráðherra hefur gleymt öllum Borgarnesræðum og fögrum fyrirheitum og framkvæmir hér fáheyrt lögbrot í skjóli þingmeirihluta sem hefur engan áhuga á að leikreglum samfélagsins sé fylgt.

Hér er augljóst brot lögum og forseti Alþingis verður að taka á þessu máli og sjá til þess að farið sé að lögum.  Annars verðum við almenningur í þessu landi að ákæra utanríkisráðherra fyrir brot á lögum og fara fram á lögreglurannsókn.   Ríkisstjórn er ekki í aðstöðu til að velja eftir hvaða lögum hún fer og hvað lög eru hundsuð.

Í 21 grein stjórnarskrárinnar eða kveðið á um að forseti geri samninga við önnur ríki að undangenginni meðferð samningsins á Alþingi.  Það blasir við að lögum um þinglega meðferð þessa samnings hefur ekki verið fylgt og því getur forseti ekki samþykkt samninginn við IMF.  Ríkisstjórnin hefur því sett forsetann í þá stöðu að ef hann samþykkir samninginn brýtur hann stjórnarskránna en 21 greinin er skýr að þessu leiti og hljóðar svo:

" 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

Það er ekki um það deilt í dag að 19 töluliður samningsins felur í sér breytingar á stjórnhögum þar sem samið var um stýrivaxtahækkun sem troðið var ofan í Seðlabankann og hann neyddur til að samþykkja.  Það má því efast um lögmæti stýrivaxtanna og væri því engin ástæða fyrir fólk að greiða lögboðna dráttarvexti sem taka mið af ólöglegum stýrivöxtum.   

Almenningur á að setja fyrirvara um lögmæti dráttarvaxta og einhverjir góðir menn að taka sig saman um að höfða mál til að fá þeim hnekkt fyrir dómsstólum.   Ríkisstjórnin þarf að læra að hún situr í okkur umboði og að þér er þingræði og í gildi stjórnarskrá sem ekki er hægt að stinga undir stól.   Síst af öllu á svona tímum.

 


Húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Núna þegar fyrirsjáanlegur er samdráttur í þjóðarframleiðslu og niðurfærsla kaupmáttar er eðlilegt að leiðrétta vísitölureikninga til samræmis við það sem viðgengst í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við.   Með því að taka húsnæðisliðinn í núverandi mynd út úr vísitölunni afturvirkt og setja nýjan og réttari húsnæðislið inn færast lánin niður í samræmi við þjóðarbúskapinn.

Það virðist sem að Samfylkingin hafi gefist upp á setu sinni í ríkisstjórn.  Félagsmálaráðherra og bankamálaráðherra hafa engar tillögur fram að færa til að tryggja stöðu almennings í því ölduróti sem á  okkur skellur þessa dagana.

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir vandaðar tillögur liggja á borðum ríkisstjórnar en ekkert gerist.   Hversvegna fær almenningur ekki að heyra þessar tillögur, á meðan farið er með þær eins og mannsmorð efast ég um að þingmaðurinn segi satt og rétt frá.   Almenningur þarf á aðgerðum að halda og ástandið yrði strax betra ef fólk hefði á tilfinningunni að það væri verið að vinna í málunum.

Ef ríkisstjórnin er ekki tilbúin að samþykkja "vandaðar tillögur" Samfylkingarinnar hversu lengi ætla ráðherrar flokksins þá að sitja?   Þar til almenningur er búinn að missa allt sitt ?


mbl.is Afbrigðileg fasteignaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður að fá svörin á borðið

Í þeirri stöðu sem Ísland og íslenskt efnahagslíf finnur sig í núna er mikilvægt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að skaðinn verði ennþá meiri.   Það má ekkert útiloka í þeim efnum, hvorki að halda krónunni áfram eða að sækja um aðild að EB og taka hér upp Evru.

Það eru því eðlileg nærstu skref í stöðunni að sækja um aðild að EB og fá fram svör við áleitnum spurningum um hvort að aðild að bandalaginu og upptaka Evru sé æskilegur kostur.   Svör við mörgum áleitnum spurningum varðandi kosti og galla aðildar fást ekki án aðildarviðræðna, það liggur alveg ljóst fyrir.

Stjórnmálamönnum ber skylda til að leita allra leiða og útiloka engar við lausn efnahagsvandans.  Það er ekki hægt að gera upp hug sinn til aðildar að EB án þess á borðinu liggi aðildarsamningur sem þjóðin getur tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir upplýsta umræðu.

Fyrst þegar aðildarsamningur liggur fyrir er rétt að einstakir stjórnmálaflokkar umræðuna um það hvort flokkurinn vill mæla með að samningurinn sé samþykktur eða felldur.   Andstæðingar aðildar að EB koma með ýmis rök fyrir sínum skoðunum sem eiga heima í þeirri umræðu sem fram fer í aðdraganda þjóðaratkvæðis.  

Á meðan aðildarsamningur liggur ekki fyrir er sú umræða tilgangslaus og fellur alltaf í sama farið.   Fullyrðingar þeirra sem eru með eða á móti stangast á og menn lesa greinar, sáttmála, lög og reglur hver með sínum gleraugum og hoppa ofan í skotgrafir og skjóta þaðan hver á annan og almenningur er engu nær.

Ég skora á stjórnmálamenn að koma sér saman um aðildarumsókn til að kanna þá leið til hlítar og móta sér síðan skoðun með og á móti í ljósi niðurstöðunnar.  Þjóðin á rétt á því að þessi leið sé könnuð eins og aðrar og það verður ekki gert nema með umsókn um aðild.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband