Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Það skal logið fram í rauðan dauðan

Stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptaka 90% lána Íbúðalánasjóðs sumarið 2004 hafi hrundið þessari atburðarrás af stað og mikil hækkun lána og lánshlutfalls almennra lána í opinbera íbúðalánakerfinu hafi leitt til sviptinga á verði íbúðahúsnæðis og röskun jafnvægis í þjóðarbúskapnum.  

Það er margbúið að leiðrétta þessa rangfærslu SA aftur og aftur og aftur, en enn skal hamrað á lyginni.   Íbúðalánasjóður hækkaði ekki lánshlutfall í 90% fyrr ein í desember 2004 eða um 4 mánuðum eftir að bankarnir ruddust inn á markaðinn með gylliboðum um gull og græna skóga.

Það er eitthvað að mönnum ef þetta hefur ekki komist inni í hausinn á þeim, og því ekki hægt að álykta annað en að endurskrifa eigi söguna með röngum söguskýringum bankanna.

Skammist ykkar og haldið ykkur við sannleikann.


mbl.is Stjórnvöld breyti aðkomu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

órafmagnað

Þetta fólk sem er á móti því að nýta náttúruauðlindirnar jarðarbúum til hagsbóta, hversvegna spilar það ekki órafmagnað.  Væri það ekki meira í takt við boðskapinn að hafna rafmagninu úr þessum virkjunum sem þeir eru á móti?   Eða eru þeir bara á móti virkjunum sem skapa ný störf fyrir fólk sem býr einhverstaðar utan 101?
mbl.is Náttúra í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínstilling

Nú eru bankarnir að fínstilla gengið og leggja það þar sem þeim hentar.  Uppgjörið er á mánudag svo það er síðasti séns.   Hvenær ætla stjórnvöld að taka SBV fyrir og skoða starfssemina.  Það blasir við hér eru hagsmunasamtök sem ganga ansi langt í samræmingu viðbragða og aðgerða bankanna á markaði.   Ég held að samráð olíufélagana sé barnaleikur hjá samráði bankanna í gegnum Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og að maður tali nú ekki um Reiknistofu bankanna.
mbl.is Krónan veikist um 1,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er uppi á þeim typpið

VG er á móti framtíðinni, á móti öllum málum og hafa svo aldrei lagt neitt til málanna sjálfir.. .bara gagnrýna... gagnrýna... og gagnrýna.  Þetta er niðurrifsflokkur sem ætti að líta í eigin barm áður en þeir fara að segja öðrum fyrir verkum.


mbl.is VG skora á ríkisstjórnina að segja þjóðinni satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykvíkinga vantar svona fólk

Ég held að íhaldið í Reykjavík ætti að leita í smiðju Soffíu til að spara í framkvæmdum.  Nú er svo komið að selja þarf útivistarparadís í nágrenni Reykjavíkur til að fjármagna kaup á ónýtu verslunarhúsnæði á Laugavegi og enn er ókominn reikningur fyrir endurbótum.
mbl.is Útboðsreglur brotnar á Egilsstöðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Íslendingar

Það er gott að heyra að menn eru á beinu brautinni og á áætlun við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra í Þingeyjasýslum.  Atvinnutækifæri sem nýta óbeislaða orku náttúrunnar til hagsbóta fyrir íbúana og snú vonandi við þeirri byggðaþróun sem staðið hefur undanfarna áratugi.

Áfram Ísland


mbl.is Viljayfirlýsing framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing reddar málunum

Þegar allt var að fara í óefni og gengisvísitalan á leið í nýjar hæðir koma fréttir frá Kaupþing um lántöku, um hugsanlega vaxtalækkun húsnæðisvaxta í kjölfar útboðs.  Og þá tekur markaðurinn við sér.   Ríkisstjórn og Seðlabanki eru algjörlega getulaus og verða að reiða sig á Kaupþing til að redda málunum.   Er ekki komin tími á nýtt fólk í Seðlabanka og Stjórnarráðið ?
mbl.is Krónan styrkist um 2,77%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50% dýrara ?

Hér er verið að taka upp sama módel og Íbúðalánasjóður notar til þess að fjármagna sig.  Stóri munurinn er að Kaupþing er 50% dýrari og ætlar sér 0,9% álag á sama tíma í Íbúðalánasjóði nægir 0,6% álag.   Þarna munar heilum 50 prósentum.   Annars er jákvætt að Kaupþing velur að fjármagna sig eftir sama módeli og Íbúðalánasjóður.  Þá kemur í ljós raunverulegur styrkur Íbúðalánasjóðs og hver er ávinningur almennings af sjóðnum umfram það að þurfa að leita á náðir bankanna.

Það eru líkur á að hér sé upphafið að nýju verðstríði í fjármögnun húsnæðis.   Ef að þau kjör sem bjóðast í þessu útboði verða í einhverri líkingu við það sem Íbúðalánasjóði er að bjóðast á markaði. þá verður það erfitt fyrir minni bankana og Sparisjóðina að keppa við Kaupþing, en þeir verða tilneyddir að bregðast við ætli þeir sér að taka þátt í fjármögnun íbúðahúsnæðis í framtíðinni.

Það eru augljóslega athyglisverðir tímar framundan á húsnæðismarkaði.


mbl.is Kaupþing með útboð á skuldabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum meira

Skilaboð til bankana... við viljum gengisvísitöluna niður fyrir 150 annars höldum við áfram að fara fram á rannsókn.   Það má velta fyrir sér hvenær greiðsluseðlar eru prentaðir vegna erlendra lána.  Það er hagur bankana að fella gengið um nokkur prósent þá daga sem þeir eru að prenta og senda út greiðsluseðla vegna erlendra lána. 

Athygli mín var vakin á samhengi á milli gengis og útskrift greiðsluseðla.  Hef ekki haft aðstöðu til að sannreyna en það væri fróðlegt ef einhverjir bloggarar hafa skoðað hvort þarna sé um samhengi að ræða.  Gengið fellt og seðlar prentaðir og sendir út og gengið svo leiðrétt aftur.   Þetta er svona sveigjanleiki eins forsætisráðherranum er að skapi.


mbl.is Krónan styrkist um 1,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að vista Seðlabankann hjá Kaupþingi?

Kaupþing virðist geta gefið skuldatryggingarálaginu langt nef þegar þeim hentar og náð í tiltölulega hagstæða fjármögnun miðað við aðstæður á markaði.  Ríkissjóður með getulausan forsætisráðherra í farabroddi er búinn að vera 3 mánuði að leita fyrir sér með lán til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn og hafa sýnt afburða framtaks og getuleysi.  Er ekki komin tími á alvöru stjórn á Íslandi?
mbl.is Kaupþing fær milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband