Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Samviska stjornarinnar

Gott ad vita til thess ad einstaka thingmenn VG hafa tekid ad ser ad vera samviska stjornarinnar, ekki er ad vaenta nokkurs hlutar i tha veru fra thingmönnum Samfylkingarinnar.
mbl.is Icesave sett á ís?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !!!

Það er vonandi að ríkisstjórnin láti hendur standa svona fram úr ermum í fleiri málum.

Húrra


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja peningamálstefnu !!!

Núna þegar Ísland er að verða umsóknarríki um aðild að ESB er rétt að skoða hvaða möguleikar fylgja þeirri nýju stöðu.  Viðskiptaráðherra hefur boðað að hann óski eftir fundi og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu til að endurreisa stöðuleika og koma efnahagslífinu aftur á fæturna.

Væri ekki rétt að ræða í leiðinni við Seðlabanka Danmerkur og kanna möguleikana á því að taka upp danska krónu á Íslandi og að við fylgjum svo Dönum inn í Evruna þegar þeir ákveða að taka hana upp. 

Það væri alvöru aðstoð frá bæði Seðlabanka Evrópu og vinum okkar Dönum.


mbl.is Útiloka ekki hækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Játningar Evrópusinna

Nú er dagurinn sem greiða á atkvæði um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.  Ég hef verið þeirrar skoðunar allar götur frá því að Ísland samþykkti að gerast aðili að EES að við yrðum fyrst það skref var stigið að ganga alla leið.

Ég hef talað fyrir þessari skoðun og stundum hlotið hljómgrunn og stundum ekki.  Fram af var það þannig að efnahagsástandið réði miklu um hvaða skoðun var ráðandi í umræðunni.  Þegar hér ríkti góðæri töldu menn enga þörf á að vera eyða tíma í aðildarumsókn en ef eitthvað bjátaði á þá fjölgaði þeim sem allavega vildu kanna hvað felst í aðild.

Í dag ætla Evrópusinnar að fagna niðurstöðunni.  Ég ætla ekki að mæta í þann fagnað.  Ég hef af því þungar áhyggjur að þeir sem drífa málið áfram í dag séu að vinna málstaðnum tjón.  Tjón sem getur orðið til þess að Ísland verði utan ESB og áhrifalaust í mörgum málum er varða framtíð og heill þjóðarinnar næstu ár og jafnvel áratugi. 

Alla tíð hefur verið ljóst að aðild er umdeild og að þegar og ef til aðildarumsóknar kæmi yrði að vanda vel til verka og leggja mikla áherslu á sem breiðasta pólitíska samstöðu.  Mikilvægt er að þeir sem halda á samningamálum fyrir hönd þjóðarinnar njóti víðtæks trausts þjóðarinnar.

Nú stefnir í aðildarumsókn sem samþykkt er á Alþingi með naumum meirihluta og hluti þess meirihluta mun greiða atkvæði með óbragð í munni og sannfæringu í hjarta um að þeir geti leiðrétt þessi mistök sín á síðari stigum.  Þetta er ekki glæsilegt upphaf á erfiðu samningaferli.  Það á að kosta til 1000 milljónum í að gera samningi sem ríkisstjórnin lýsir í upphafi yfir að hún áskilji sér allan rétt til að fella.   Hugur fylgir semsagt ekki máli, allavega ekki hjá öllum þeim sem ætla að greiða aðildarumsókn atkvæði sitt.

Gera má ráð fyrir í væntanlegri samninganefnd verði aðilar sem telja það hlutverk sitt að koma heim með slæman samning sem þjóðin fellir.  Ef til þess kemur að þjóðin felli aðildarsamning mun ekki verða sótt aftur um aðild að ESB um langt árabil.  Það er því umhugsunarefni hvort ekki sé rétt að bíða með umsókn og vinna heimavinnuna sína betur. 

Talsmenn þess að flýta sér í málinu er að þá sé hægt að fá Svía til hjálpa okkur fram hjá biðröðinni fram fyrir aðrar þjóðir.  Það á semsagt að beita gamaldags íslenskri klíku til að komast inn á undan öðrum.  Alltaf sárnaði mér hér áður fyrr þegar ég sá menn laumast framfyrir biðraðir á skemmtistöðum vegna þess að þeir voru í klíkunni. 

Vinnubrögð utanríkisráðherra við gerð EES samningsins voru ekki til fyrirmyndar, kokkuð voru upp vafasöm lögfræðiálit til að komast hjá nauðsynlegri breytingu á stjórnarskrá og af því súpum við seiðið í dag.   Núverandi utanríkisráðherra virðist ætla að falla í nákvæmlega sama farið.  Þjóðinni er sagt að sem hentar en ekki sannleikurinn.  Það er alveg ljóst að aðild að ESB leysir ekki öll vandamál þjóðarinnar og mun reyndar skapa vandamál á ýmsum sviðum.  Ég hef samt talið að kostirnir vegi upp gallana og þess vegna verið jákvæður gagnvart aðild.

Það getur vel verið að það auðveldi mönnum að komast í gegnum umræðuna á hverjum tíma að öll gögn liggi ekki á borðinu, en til lengdar skaðar það málstaðinn.  Í svona umdeildu og máli getur sá skaði eyðilagt allt málið.  Þessi vinnubrögð eru ekki til þess að auka mönnum bjartsýni og traust á svona degi.

Þess vegna hef ég fullann skilning á því að þingmenn sem í hjarta sínu eru Evrópusinnar eigi erfitt með að samþykkja fyrirliggjandi tillögu um aðildarviðræður.

Er ekki rétt að bíða aðeins og anda nú með nefinu og vanda sig betur ?


Staðan eins og hún hefur verið !!!!!

Staðan er þannig að hér er ekkert framkvæmt, hér eru okurvextir, hér er umtalsvert atvinnuleysi og innflutningur í algjöru lágmarki.

Mælir Seðlabankinn með að við viðhöldum þessari stöðu næstu 15 árin ?

Hver var að tala um Kúbu norðursins og Norður Kóreu Evrópu?


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggja

Álitið er upp fullt af óvissuþáttum.  Ef heimavinnan hefði verið unnin áður en samningurinn var undirritaður í skjóli nætur hefði eflaust aldrei komið til undirritunar.  Menn teygja sig ansi langt í forsendum til að rökstyðja það að kannski sé hægt að standa við skuldbindingarnar.  

Það virðist heldur ekkert rætt um aðrar skuldbindingar sem þarf að standa við á sama tíma og IceSave.  Þessi samningur er ekki eina erlenda skuld þjóðarbúsins heldur ein af mörgum og það þarf að skoða allar skuldbindingarnar og segja þjóðinni hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu fer í að greiða alla gjalddaga á hverju ári en ekki bara vegna IceSave.

Svo má setja stórt spurningamerki hvort hlutfall af þjóðarframleiðslu segi nokkuð til um hvort við getum staðið við greiðslur í erlendri mynt. 

Að lokum vantar inn í þessa greinargerð alla vinnu við mismunandi þróun eftir því hvernig krónan þróast á tímabilinu og hvaða afleiðingar það hefur ef við tökum upp Evru eða aðra mynt.  Hvaða áhrif hefur skuldastaðan á væntanlegan stöðuleikasamning sem gerður verður sem hluti af aðildarsamningi við ESB?

Það blasir við að þetta er pöntuð niðurstaða þar sem menn forðast að spyrja erfiðra spurninga og tipla á tánum í kringum hlutina í þeirri von að enginn fréttamaður fari nú að grafa dýpra.


mbl.is Skuldin 340 milljarðar 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurkapp

Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru svo kappsfullir að falla inn í kultúrinn og fjöldann við Austurvöll að þeir fara fram úr sjálfum sér í klækjastjórnmálum.  Borgarahreyfingin slær fjórflokknum þarna algjörlega við.
mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga til auðvelda lestur skjala frá Seðlabankanum.

Þegar Seðlabanki Íslands gerir menn út af Örkinni til þess að fara á fund þingnefndar og gefa þar álit er eðlilegt að gera ráð fyrir að valdir séu til fararinnar menn sem njóta trausts bankans og að bankinn hafi lesið yfir og gefið samþykki sitt fyrir þeim gögnum sem þeir leggja þar fram.

Í ljósi þessarar uppákomu hlýtur Seðlabankinn að gefa út lista yfir þá starfsmenn sem tala fyrir hönd bankans og hverjir eru aðeins að lýsa einkaskoðunum þegar þeir koma fram fyrir hönd bankans. 

Það væri líka æskilegt að til væru  tveir bréfshausar í bankanum, einn fyrir raunverulega skoðun bankans og annar fyrir skjöl sem innihalda bara einkaskoðanir starfsmanna bankans.  Það mætti hafa þá eins en í sitt hvorum lit.  Þó er mikilvægt að á öllum blöðum frá bankanum komi fram að ef liturinn er t.d. blár þá er það einkaskoðun þess sem skrifaði skjalið en ef hann er rauður þá er það viðurkennd skoðun bankans.

Ríkisstjórnin gæti svo tekið upp svipuð vinnubrögð þannig að skjöl í stjórnarráðinu verði auðkennd t.d. með rauðum haus ef það er skoðun Samfylkingarinnar sem þar kemur fram og með grænum ef það er skoðun VG.


mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar áleitnar spurningar

Var ríkisstjórnin of sein að senda pöntun um niðurstöðu til Seðlabankans?  

Hver hafði samband við yfirlögfræðinginn og bað um bréf til utanríkismálanefndar? 

Hversvegna tekur það bankann vikur að reikna út skuldastöðu ríkissjóðs? 

Er bókhaldið ekki í lagi við Arnarhól?

Hvaða forsendur leggur bankinn til grundvallar þegar hann reiknar út þjóðarframleiðslu?

Hvert er álverðið, fiskverðið, gengið, launaþróunin  í þeim útreikningum?

Hver velur forsendurnar?

Er það hagdeild Samfylkingarinnar (ég meina ASÍ) ?

Er ekki hægt að gefa upp skuldastöðu ríkissjóðs í krónum (eða evrum)  í stað þess að tala um hlutfall af ímyndaðri þjóðarframleiðslu?

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða

Núna ræða þingmenn aðild að ESB á Alþingi og er það vonum seinna.  Fyrir örfáum árum var gert grín að formanni Framsóknarflokksins þegar hann talaði um að við ættum að sækja um aðild að ESB í styrkleika en ekki í veikleika.  Núna efast engir um að væntanleg aðildarumsókn verður send ESB þegar Ísland stendur veikt í komandi samningaviðræðum.

Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að tryggja að á bak við væntanlega umsókn sé pólitískur vilji til að gæta að hagsmunum Íslands.  Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins með þeim skilyrðum sem í henni felast er einmitt sett fram til þess að tryggja að staðið verði vörður um hagsmuni þjóðarinnar í aðildarviðræðum.

Þegar og ef samninganefndin kemur til baka með aðildarsamning á eftir að bera hann undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá mun hvíla sú skylda á stjórnmálaflokkunum að veita pólitíska leiðsögn í málinu.  Það þýðir að flokkarnir munu fjalla um samninginn og annað hvort mæla með að hann verði samþykktur eða felldur.

Kjósi Alþingi að samþykkja fyrirliggjandi þingsályktun eins og hún kemur frá utanríkismálanefnd án þess að kveða með skýrum hætti á um ófrávíkjanleg og mælanleg skilyrði til samninganefndarinnar er mikil hætta á því að þeir flokkar þar sem efasemdir eru um aðild munu leggjast gegn samningum.

Það eitt og sér getur ráðið úrslitum í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er því mikilvægt að menn leggi til hliðar karp stjórnar og stjórnarandstöðu og leiti leiða til þess að skapa sem breiðasta samstöðu um samningsmarkmiðin.   Ef þjóðin hafnar væntanlegum aðildarsamningi má gefa sér að það líði 20 ár áður en reynt verður aftur að sækja um aðild.  Það er reynsla Norðmanna en allir vita að þeir hafa fellt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu tvisvar sinnum.

Það hvílir því sú skylda á þeim sem telja aðild að ESB mikilvægt hagsmunamál Íslendinga í dag að þeir leggi svolítið á sig til að byggja brýr og nauðsynlegt bakland sem þarf til þess að niðurstaðan verði ásættanleg og líkleg til að hljóta brautargengi hjá þjóðinni.

Ég skora á stjórnarflokkana að leita nú leiða til að skapa breiðari sátt og samstöðu um væntanlega aðildarumsókn og skoða með opnum huga framkomna breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur á þingskjali 266. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband