Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Varðhundar valdsins

Það virðist vera almenn skoðun á Íslandi að fjórflokknum sé mikið í mun að verja völd sín og áhrif og að það verði að losa sig við fjórflokkinn til þess að hér verði nauðsynlegar breytingar og að þjóðfélaginu miði eitthvað áfram.

Það er auðvitað ýmislegt til í þessu en ég er ekki alveg viss um að varðastaðan um völdin sé meðvituð af fjórflokknum.   Í öllum flokkum er fólk sem er umbótasinnað og vill leggja gott til málanna en góðar tillögur fást oft ekki ræddar eða deyja á leiðinni í einhverju svartholi sem erfitt er að festa hönd á.

Ég tel að hin raunverulega hræðsla við breytingar liggja dýpra í stjórnkerfinu, en ekki í þingflokkum eða stofnunum fjórflokksins.   Þegar íslendingar fengu fyrsta ráðherrann 1904 voru ákveðin völd flutt frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur.  Frá embættismannastétt í Danmörku til nýrrar embættismannastéttar á Íslandi.  Völdin voru aldrei flutt til fólksins.

Skýrt dæmi um það hvernig embættismennirnir hanga á völdunum er skipting opinbers rekstrar á Íslandi milli ríkis og sveitarfélaga.  Þar eru hlutföllin öfug við það sem gerist hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur við.  Hér fer ríkisvaldið með 70% af opinberum útgjöldum og sveitarfélög aðeins 30%, en þetta alveg öfugt í nágrannalöndunum.  Hér hefur byggst upp miðstýrt íhaldssamt ríkisvald sem deilir og drottnar og á mikinn þátt í byggðaþróun undanfarinna áratuga.

Fjárveitingar eru meira og minna háðar duttlungum embættismanna sem afgreiða tillögur kjörinna fulltrúa þjóðarinnar með setningunni "þetta er ekki hægt" þegar lagðar eru til róttækar breytingar. Ef ráðherra eða þingmenn láta ekki segjast er skipuð nefnd embættismanna sem sitja svo makindalega á málinu þar til það deyr drottni sínum með nýrri stjórn.

Hugmyndum um stjórnlagaþing var nánast slátrað af þessum varðhundum valdsins og núna er aðeins rætt um einhvern málamyndagjörning með ráðgefandi fámennt þing og þröskulda sem gera almennum áhugamönnum um stjórnsýsluna erfitt fyrri að bjóða sig fram.  Allt til að tryggja að réttir menn komist að og að ekki verði nú gerð nein "mistök".

Ég hef verið dyggur talsmaður stjórnlagaþings en er nú farinn að efast.  Ég held að ráðgefandi fámennt stjórnlagaþing muni ekki skapa nýtt upphaf og sátt í samfélaginu.   Það var gaukað að mér hugmynd um helgina sem ég held að sé alveg þess virði að skoða nánar.

Hvernig væri að Ísland efndi til samkeppni um nýja stjórnarskrá.  Háskólar víðsvegar um heiminn gætu tekið þátt og skrifað nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.  Dómnefnd veldi síðan þrjár tillögur úr innsendum hugmyndum og þjóðin fengi að kjósa milli þriggja tillagna.


Hversvegna ríkir vantraust á stjórnmálunum

Sú spurning gerist á áleitnari hversvegna þjóðin treystir ekki stjórnmálamönnunum.  Hvað er það í Íslenskum stjórnmálum sem veldur viðvarandi vantrausti á flokkakerfinu ?

Við þessari spurningu er eflaust ekki til eitt einfalt svar en samt vil ég leitast við að greina stöðuna og leggja fram mína kenningu á því hvað veldur þessu vantrausti.   Til þess er rétt að líta á fjórflokkinn sem er uppistaðan í íslenskum stjórnmálum í dag og hefur í raun verið undanfarin 90 ár.

Bakgrunnur flokkana á Íslandi liggur í stéttarbaráttu og hagsmunagæslu.  Flokkarnir urðu að stofni til til á árunum 1916 til 1930 og endurspegluðu það þjóðfélag sem ríkti á þeim tíma og þau viðfangsefni sem voru í stjórnmálunum.  Allir telja flokkarnir sig eiga hliðstæðu í pólitík nágrannalandanna og leita hugmynda og samstarfs við flokka eða hóp flokka í nágrannalöndunum.

Þegar maður tekur þátt í erlendu samstarfi stjórnmálaflokkana tekur maður eftir því að íslensku flokkarnir eru alltaf svolítið sér á báti.  Þeirra stefna og þeirra gjörðir ríma ekki alveg við þá flokka sem þeir eru að starfa með.

Allir hafa flokkarnir upplifað hugmyndafræðilega krísu á undanförnum árum og fóru t.d. vinstri menn í gegnum miklið umrót og breytingar en niðurstaðan var samt tveir flokkar sem byggja á mismunandi gildum.  Þeim lánaðist samt ekki að búa til tvo flokka sem byggja á þeirri hugmyndafræði sem einkennir vinstri flokka í löndunum í kringum okkur.   Þar virðast hagsmunirnir hafa sett  strik í reikninginn, kannski bæði hagsmunir þeirra samtaka sem flokkarnir hafa átt náið samstarf við og ekki síður persónulegir hagsmunir þeirra sem stóðu að stofnun flokkanna.

Allt verður þetta til þess að þegar flokkarnir bjóða fram til kosninga er ekki á vísan að róa með hvaða stefna er sett fram og kannski enn síður hvaða stefna verður ofaná eftir kosningar. 

Ef við skoðum erlend stjórnmál þá birtist Íslenski fjórflokkurinn bara undir öðrum formerkjum.

Við sjáum hægri flokka sem standa fyrir frjálst markaðshagkerfi þar sem markaðurinn á að leysa flest vandamál samfélagsins. Ég kalla þessa flokka frjálshyggjuflokka þar sem frelsi einstaklingsins er grunntónn stefnunnar.  Þessir flokkar telja að frelsið og framtak einstaklinganna skapi auðlegð sem gagnast öllu samfélaginu og tryggi hagsæld.  Þeir vilja lágmarka opinberan rekstur og skattheimtu.

Við sjáum frjálslynda flokka sem aðhyllast blandað hagkerfi og aukið alþjóðlegt samstarf.  Þessir flokkar eru umbótasinnaðir og opnir fyrir nýjum hugmyndum í leit að hagkvæmustu lausnum á vandamálum samfélagsins.  Þessir flokkar aðhyllast samvinnu rekstrarforma við að leysa vandamál samfélagsins og takmarkaðan ríkisrekstur.

Við sjáum sosialdemokrata sem aðhyllast blandað hagkerfi en þó með áherslu á að öll grunnþjónusta samfélagsins eigi að vera á forræði ríkis eða sveitarfélaga.  Þeir kalla sig jafnaðarmenn og eru tilbúnir til að breyta skattkerfinu til að jafna kjör milli þjóðfélagshópa.

Við sjáum sosialista sem telja að ríki og sveitarfélög eigi að sjá um stóran hluta af atvinnulífinu og að það sé sjálfsagt að ríki og sveitarfélög séu í samkeppni við einkageirann í atvinnulífinu. Þeir vilja sterkt ríkisvald og háa skatta bæði til að standa undir þjónustu og til að jafna kjör milli hópa.

Svo hafa í seinni tíð orðið til grænir flokkar sem leggja áherslu á umhverfismál og vilja breyta áherslum í skattheimtu og beita henni frekar til að ná umhverfispólitískum markmiðum en til að jafna lífskjör milli hópa.

Ef við reynum að setja Íslenska flokka inn í þetta mynstur verður það frekar erfitt. 

Sjálfstæðisflokkurinner ekki hægri flokkur nema á tyllidögum.  Opinber umsvif hafa aldrei aukist jafn mikið á skömmum tíma og á valdatíma Sjálfsstæðismanna.   Flokkurinn horfir á erlent samstarf s.s. aðild að ESB með gleraugum hagsmunaaðila en lætur hjá líða að skoða það út frá hugmyndafræðinni sem flokkurinn segist standa fyrir.   Flokkurinn getur ekki gert það upp við sig hvort hann er frjálshyggjuflokkur, frjálslyndur flokkur eða bara gamaldags hagsmunagæsluflokkur.

Framsóknarflokkurinn á erfitt með að gera það upp við sig hvort hann er frjálslyndur umbótasinnaður flokkur sem er opinn fyrir samvinnu og tilbúinn að skoða nýjar leiðir og útfærslur með opnum huga eða hvort hann er gamaldags bændaflokkur og hagsmunagæsluflokkur sem stendur vörð um þjóðfélagsgerðina eins og hún er.   Það er tilviljunum háð hvor armurinn vinnur kosningastefnuskránna og hvor armurinn vinnur kosningarnar og því ekki á vísan að róa hver stefnan er að afloknum kosningum.

Samfylkingin gerir tilkall til þess að vera bæði krataflokkur að norrænni fyrirmynd og frjálslyndur flokkur og virðist það nánast fara eftir veðurfari hvaða sjónarmið eru ofan á í flokknum á hverjum tíma og ekkert á vísan að róa.  Flokkurinn lofar skjaldborg um heimilin og atvinnuuppbygginu en tekur svo þátt í rauðgrænni ríkisstjórn sem leggst gegn einkageiranum í atvinnulífinu, leggur þungar byrgðar á almenning en stendur á sama tíma dyggan vörð um fjármagnseigendur.

Vinstrihreyfingin grænt framboð kemur hreint fram og segist geta verið bæði sosíaliskur flokkur og grænn flokkur.  Flokkurinn hefur þar að auki sótt fylgi sitt í gamaldags hagsmunagæslu og vill standa vörð um þjóðfélagsgerðina, er lafhræddur við erlend áhrif og samstarf.  Eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn verður æ ljósar að hann á erfitt með að tala einu máli og að fóta sig í þjóðfélagsumræðunni og sendir misvísandi skilaboð.  Flokkurinn stendur að aðildarumsókn til ESB en vinnur gegn eigin stefnu og eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri. 

Þegar flokkakerfið er skoðað í þessu ljósi er ekki að undra að kjósendur treysti ekki flokkunum. Þeir eru allir meira og minna klofnir og í innbyrðis átökum sem menn forðast að leysa til að halda flokknum saman.  Á meðan geta þeir trauðla unnið hver með öðrum eða áunnið sér traust hjá kjósendum.


Vöndum nafngiftina..........

Það er sjálfsagt að ræða allar hugmyndir að nafni á þetta fell sem þarna er að myndast en munum að fellið verður þarna um aldur og því er mikilvægt að vanda sig.

Við erum með Heklu, Kötlu og Öskju sem nöfn á eldfjöllum kannski verðskuldar þetta fell ekki svo kraftmikið nafn sem þessi eldfjöll bera en mér finnst það fallegur siður fjöll heiti kjarnmiklum nöfnum.

Ég er með tvö nöfn sem ég legg í þeim stíl sem ég legg í púkkið.

Lauga - er kvenmannsnafn eins og Hekla og Katla og með tilvísun í Landmannalaugar. 

Steina - kvenmannsnafn eins og Hekla og Katla

 


mbl.is Fimmvörðufjall?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt embætti !!!!

Talsmaður neytenda hefur verið óþreytandi að tala máli skuldara og benda á leiðir og úrræði, en allt fyrir daufum eyrum stjórnarliða.  Væri ekki nær að styrkja það embætti í stað þess að stofna nýtt og hlusta kannski á þær tillögur og hugmyndir sem talsmaður neytenda hefur lagt fram.

Eða er hér enn ein sýndartillaga ríkisstjórnarinnar þar sem skipaður verður einhver já maður til sem spyr ekki óþægilegra spurninga.

Getur verið að Kristrún Heimisdóttir verði umboðsmaður skuldara ?


mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir í landbúnaði

Fram kemur í fréttum í dag að Arion banki hafi afskrifað skuldir hjá Fóðurblöndunni upp á um 3 milljarða og um 565 milljónir hjá Sláturfélagi Suðurlands.   Þessar afskriftir eru til komnar m.a vegna gengisþróunar krónunnar. 

Miklar afskriftir fyrirtækja eru gefin upp sem ein megin ástæða þess að ekki er hægt að fara í almennar aðgerðir til að bæta stöðu skuldsettra heimila.

Þessar afskriftir eru eins og áður sagði vegna gengisþróunar og verðbólgu sem hefur hækkað verðtryggð lán.   Á sama tíma og stjórnvöld hafa sótt um aðild að ESB m.a til að tryggja hér aukin stöðuleika og öruggara rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila er reikningur vegna afskrifta í landbúnaði í raun sendur heimilum landsins.

Í stað þess að taka þátt í því með stjórnvöldum að kanna í alvöru samningaviðræðum við ESB hvað Íslendingum stendur til boða þvælist landbúnaðurinn fyrir og formaður bændasamtakanna kemur með dæmalausar yfirlýsingar úr öllum takti við raunveruleikann.

Afstaða bændasamtakanna til viðræðna við ESB er í raun ekkert annað en stríðsyfirlýsing við heimilin og neytendur í landinu.


Er Samfylkingin að sjá ljósið ?

Það mætti halda á þessum skrifum að Samfylkingarfólk væri að sjá ljósið og að gera sér grein fyrir því að þjóðin hafnaði samningum Steingríms, Svavars og Indriða.   Ég er þó ansi hræddur um að Karl Th sé enn með bundið fyrir bæði augun.   Þjóðin vill ekki nýja tilraun Steingríms og Samfylkingarinnar til að klára Icesave á forsendum Breta og Hollendinga. 

Vilji þjóðarinnar er skýr, hún vill sanngjarnan samning sem tekur mið af stöðu Íslands.   Steingrímur hefur sýnt með dyggri hjálp Jóhönnu að hagsmunir einstaklinga og flokkanna eru settir ofar hagsmunum þjóðarinnar.

Við því sagði þjóðin NEI - takk.


mbl.is Karl Th.: Töfin hefur þegar kostað tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gylfi að tapa sér...

Það er talað um að sparnaður vegna fyrirliggjandi tilboðs Breta og Hollendinga sé um 70 milljarðar.  Gylfi verður að segja þjóðinni hver er að senda reikninga upp á tugmilljarða vegna samningagerðar um IceSave.

Hér er bara um ómerkilegan hræðsluáróður að ræða og Gylfi bætir bara enn í safnið af gífuryrðum og fáránlegum yfirlýsingum. 

Er ekki komin tími til að maðurinn segi af sér?


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja hefur þetta í hendi sér

Á meðan þingmaðurinn heldur áfram að styðja getulausa ríkisstjórn verður ekki gripið til aðgerða.

Það er undir þingmanninum sjálfum komið að breyta þessu.


mbl.is Hætta að tipla á tánum í kringum kröfuhafana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband