Lítið skref í átt að betra samfélagi

Nýja Ísland

Síðustu mánuði hefur mönnum orðið tíðrætt um nýja Ísland og þá von að hægt verði að endurreisa á Íslandi nýtt og betra samfélag.  Haldnir hafa verið margir fundir og mikið skrafað en ósköp fátt áþreifanlegt komið fram.   Það hefur enginn lagt í þá vinnu að skilgreina nýja Ísland og hugmyndir manna um það virðast frekar óljósar.  

Ég held að vandamálið liggi í því að enginn veit hvar á að byrja.   Stjórnlagaþing og persónukjör virðast í dag órafjarri og lítill vilji til þess hjá ráðamönnum að breyta kerfinu.  Breytt kerfi gæti verið ógn við atvinnuöryggi þeirra sem sitja að kjötkötlunum í dag.

Kakan verður ekki borðuð í einum bita og það er miklu vænlegra til árangurs að taka lítil skref en ákveðin í átt að betra samfélagi.  Skref sem ekki kosta mikil fjárútlát en bæta samfélagið.

Byrjum smátt 

Er þörf á því að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins mæti í vinnu á sama tíma?   Má ekki skipuleggja vinnutíma fólks á vinnustöðum með þeim hætti að fólk sé að mæta t.d. á bilinu frá kl 7 til kl 10 á morgnanna. 

Það sparar tíma, dregur úr umferð og álagi á gatnakerfi og fresta má dýrum framkvæmdum við uppbyggingu umferðarmannvirkja.  Það mætti skipuleggja skólastarf t..d með þeim hætti að börnin séu að byrja daginn á bilinu 8 - 10 á morgnanna eða jafnvel 7 - 9? 

Flestir skólar eru með fleiri bekki í hverjum árgangi og því ætti að vera hægt að bjóða upp á ákveðið val í þessum efnum.  Það myndi bæta nýtingu húsnæðis þar sem skólastarfið lengist í báða enda.

Fjölskyldurnar hafa svo möguleika á að aðlaga heimilislífið að vinnutíma foreldra og auka þannig samverustundir með börnunum. 

Ég er sannfærður um að breyting sem þessi myndi skapa betra samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband