Afskriftir í landbúnaði

Fram kemur í fréttum í dag að Arion banki hafi afskrifað skuldir hjá Fóðurblöndunni upp á um 3 milljarða og um 565 milljónir hjá Sláturfélagi Suðurlands.   Þessar afskriftir eru til komnar m.a vegna gengisþróunar krónunnar. 

Miklar afskriftir fyrirtækja eru gefin upp sem ein megin ástæða þess að ekki er hægt að fara í almennar aðgerðir til að bæta stöðu skuldsettra heimila.

Þessar afskriftir eru eins og áður sagði vegna gengisþróunar og verðbólgu sem hefur hækkað verðtryggð lán.   Á sama tíma og stjórnvöld hafa sótt um aðild að ESB m.a til að tryggja hér aukin stöðuleika og öruggara rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila er reikningur vegna afskrifta í landbúnaði í raun sendur heimilum landsins.

Í stað þess að taka þátt í því með stjórnvöldum að kanna í alvöru samningaviðræðum við ESB hvað Íslendingum stendur til boða þvælist landbúnaðurinn fyrir og formaður bændasamtakanna kemur með dæmalausar yfirlýsingar úr öllum takti við raunveruleikann.

Afstaða bændasamtakanna til viðræðna við ESB er í raun ekkert annað en stríðsyfirlýsing við heimilin og neytendur í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Höfum við ekki líka orðið fyrir barðinu á gengisþróun og verðbólgu? Hvar eru mínar afskriftir.

Finnur Bárðarson, 17.3.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband