Fullyrðingar Black um bankarán

Ég velti því fyrir mér hvort það sé nokkur innistæða fyrir þeim fullyrðingum Williams K. Black að hér hafi verið framið bankarán.   Hefur maðurinn haft fyrir því að kynna sér íslenska löggjöf áður en hann leggur fullyrðingarnar á borð?

Er það tryggt að íslensk lög hafi verið sambærileg við þau lög sem hann leggur til grundvallar þegar hann talar um bankarán?   Ég er ekki viss.  Ég vona, satt að segja, að hægt verið að koma lögum yfir þá sem settu bankanna á hausinn.  En ég hef heyrt á mönnum, erlendum, sem kynnt hafa sér lög um reikningsskil og uppgjör fyrirtækja á Íslandi að þau séu ófullkomin, gömul og úrelt.

Lög verða ekki sett eftirá til að stoppa í götin og menn verða dæmdir samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi þegar brotin voru framin.   Sennilega skýrir það a.m.k. að hluta til hvers vegna það tekur langan tíma að rannsaka mál og leggja fram ákærur. 

Svona fullyrðingar byggja upp væntingar til þeirra sem rannsaka mál og til dómskerfisins, en að lokum verður dæmt samkvæmt laganna hljóðan og það er ekki tryggt að niðurstaðan verði þeim að skapi sem hrópa hæst í dag.

Vonandi tekst að koma lögum yfir lögbrjóta og glæpamenn og vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að taka upp í Íslenska löggjöf lög sem halda aftur af glæpamönnum í framtíðinni.  En það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fylgja tíðarandanum og stoppa upp í þau göt sem góðir endurskoðendur finna í lagaverkinu.  

Íslendingar tíma varla að halda úti stjórnsýslu, löggjafarþingi og stjórnmálalífi þannig að sómi sé að og því vandfundin sú leið að hér verði sett almennileg löggjöf nema þá að tökum upp t.d. Evrópskar reikningsskilareglur og lög um uppgjör fyrirtækja.

Íslensk stjórnsýsla verður alltaf lítil og vanmáttug til að takast á við aukna alþjóðavæðingu og ekki bætir úr skák fáránlegar reglur um að laun í stjórnsýslunni miðist við allt of lág laun forsætisráðherra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband