Blekking Frjálslyndra

Varaformaður Frjálslynda flokksins og oddviti flokksins í Reykjvaíkurkjördæmi suður reyna að leggja upp kosningabaráttu sem snýst um að ala á andúð og tortryggni í garð útlendinga.Þeir halda því fram að hægt sé að grípa einhliða til neyðarréttar í EES samningum og takmarka frjálsa för fólks til landsins.  Í tvíhliða samningum þurfa  báðir aðilar að hafa sameiginlega skilning á því hvernig ber að túlka samningin.   Við getum því ekki gripið einhliða til svona aðgerða, án samráðs við önnur lönd sem eiga að aðild að EES samningum án þess að vænta mótaðgerða.  Ríki EES sætta sig ekki við það fordæmi sem skapast við einhliða aðgerðir íslendinga og hljóta að svara þeim með einhverjum hætti.

Formaður í stjórnmálaflokki fer með umboð til stjórnarmyndunar fyrir hönd sýns flokks og formaður frjálslyndra hefur ekki viljað taka undir málflutning varaformannsins og oddvitans og reyndar gert lítið úr honum.  Það blasir því við að hér er aðeins verið að spila á kjósendur í tilraun til að tryggja tveimur mönnum þingsæti, en hugur fylgir ekki máli, kannski sem betur fer. 

Vonandi falla kjósendur ekki fyrir svona ómerkilegri brellu.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er nú bara ekki nóg að kjósendur láti ekki glepjast. Mér finnst að flokkarnir eigi að gefa það út að þeir vinni ekki með Frjálslyndum. Skemmtilegt væri ef Framsóknarflokkurinn tæki af skarið og gæfi út yfirlýsingu um að þeir vilji ekki vinna með Frjálslyndum eftir kosningar.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.4.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég get nú ekki annað en ráðlagt þér Valdemar að hlusta betur á umræðuna. Umræðan um nýbúa þessa lands hefur verið mjög málefnaleg hjá Frjálslynda flokknum og áhugi fólks hefur verið mikill sem aðsókn að umræðukvöldi sem haldið var í gærkveldi þriðjudag hjá Frjálslynda flokknum. Það hefur verið hópur manna úr ákveðnum fylkingum sem að hafa verið með mikla umræðu sem að ekki hefur verið annað en að rugla og hræða fólk.

Í þessarri umræðu sem öðrum er mikilvægt að horfa á málin frá fleirri hliðum og vega og meta hlutina á sem bestan hátt fyrir þjóðina allla.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.4.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það getur ekki verið tímabært fyrir einn né neinn að gefa yfirlýsingu um samstarf flokkanna að svo komnu máli. Við erum að stefna í kosningar en eftir kosningar fara þeir sem að umboðið hafa að tala um samstarf. Það hlýtur að vera þannig?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.4.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Guðrún

Ef Frjálslyndir eru svona málefnalegir hljóta þeir að skýra út fyrir þjóðinni hvaða ákvæði í EES samningum þeir ætla að beita til þess að takmarka för fólks, hvernig þeir ætla að beita ákvæðinu, hvaða rök þær ætla að nota og jafnframt væri fróðlegt að heyra við hvaða fordæmi í EES samningum þeir styðjast.  Meðan þessar upplýsingar koma ekki upp á borðið er varla hægt að tala um málefnalega umræðu, heldur innantómar yfirlýsingar, slagorð og áróður.

G. Valdimar Valdemarsson, 4.4.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er nú gaman að sjá skrif frjálslynds flokksmanns eins og Guðrúnar hér að ofan. Ef minni mitt svíkur ekki þá er hennar flokkur hluti af hinu svokallaða kaffibandalagi en það er einmitt bandalag um samstarf að loknum kosningum. Með þessum flokki í bandalagi er annar flokkur sem auglýsir zero Framsókn. Framsóknarflokkurinn á að ganga á undan og lýsa því yfir að á grundvelli innflytjendastefnu frjálslyndra þá verði ekki hægt að vinna með þeim í ríkisstjórn að loknum kosningum.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.4.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband