Atvinnuleysi sem hagstjórnartæki

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og krata á árunum 1991 til 1995 beytti atvinnuleysinu af miklu miskunarleysi sem hagstjórnartæki.  Margar fjölskyldur máttu þola miklar hremmingar og fólk á miðjum aldri hrökklaðist úr vinnu löngu áður en til stóð.  Fólk sem missir vinnuna upplifir mikla höfnun ofan á þær hörmungar sem missir vinnu er fyrir fjárhag fólks.Davíð Oddsson hefur nú sem Seðlabankastjóri boðað nauðsyn þess að hér verði 5% atvinnuleysi til þess að koma böndum á efnahagslífið.   Sjálfstæðismenn ætla sér að halda áfram í ríkisstjórn og nú á að taka vinsti græna með í ferðalagið, láta eftir afturhaldsöflnum þar og stöðva hjól atvinnulífsins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir einstaklinga og fjölskyldur þessa lands.  Framsóknarmenn komu krötunum úr stjórnarráðinu á sýnum tíma með loforði um 12.000 ný störf til aldamóta.  Við þetta var staðið.   Atvinnuleysi er böl sem ber að forðast, og það á aldrei að nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki.  Að taka frá fólki möguleikan til að sjá sér og sýnum farborða er ljótur leikur sem framsóknarmenn taka ekki þátt í.  Vinstrimenn boða stöðvun hjóla atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokkurinn er meira en tilbúinn til að taka þá með í slíka för, bæði skaðar það vinstri flokkana til lengri tíma og það þjónar hagsmunum íhaldsins að taka svolítið til í efnahagslífinu með “mátulegu atvinnuleysi”.    Í tiltektinni felst aukin sameining fyrirtækja, lítil sprotafyrirtæki er keypt upp af stærri fyrirtækjum og þannig losnað við óþarfa samkeppni og tryggt að arður af góðum viðskiptahugmyndum fari til þeirra sterku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband