Að velja og hafna.....

Ísland nýtur virðingar á alþjóðavettvangi vegna þess árangur sem náðst hefur við nýtingu endurnýjanlegrar orku.  Það eru í gangi verkefni, rannsóknir og þróun sem gengur út á nýtinu vetnis á bíla- og fiskiskipaflota landsmanna.  Þjóðir heims horfa til þess að íslendingar hafa miklar endurnýjanlegar orkulindir, og veittu íslendingum þessvegna rýmri losunarheimildir í Kyoto - bókuninni vegna þess að þjónaði hagsmunum heildarinnar. 

Málflutningur VG gengur út á að íslendingar eigi að vera sjálfum sér næstir og ekki að taka þátt í því gríðarlega verkefni sem framundar er við að takamarka losun gróðurhúsalofttegunda.  En það er t.d. gert með því að auka notkun áls, sem er léttur málmur, í farartæki og kallar á stóraukna álframleiðslu um allan heim.  En bara ekki hjá okkur segja Vistri Græn við erum stikk frí.


mbl.is Vinstri grænir kynna Græna framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarpur

Hmmm..

Það er bara bull að VG vilji ekki taka þátt í því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Á íslensku heitir þetta að snúa útúr.

EF og aðeins EF staðfest væri að með okkar álverum þá yrði öðrum lokað í staðinn, þá skal ég hlusta. Þangað til gengur þessi röksemdafærsla ekki upp.

Mér finnst skipta verulega miklu máli að með virkjanaframkvæmdum (sem hanga allar á álþræði) erum við að eyðileggja land og sökkva því. Við eigum ekkert of mikið af því. Í dag átta menn sig ekki á því hvað t.d. jarðvegur er mikilvægur. Vissir þú að á heimsvísu á hverju ári verður að eyðimörk landsvæði á stærð við Ísland?

Skarpur, 12.4.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

EF og aðeins EF !!!!!!!!

Það er óumdeilt að álframleiðsla í heiminum þarf að aukast (lesist fleiri álver en eru í dag) Skuldbindingar okkar felast í því að taka þátt í þessarri aukningu en ekki að krefjast þess að atvinna í öðrum löndum sé flutt til okkar í krafti þess að við eigum endurnýjanlega orkugjafa.  Hvar er slagorðið Öreigar allra landa sameinist !! Er það virkjalega þannig að VG vill setja það sem skilirði að verkamenn í öðrum löndum missi vinnu til þess að Ísland taki á sig sjálfsagar skuldbiningar í samfélagi þjóðanna? 

G. Valdimar Valdemarsson, 12.4.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband