Skrifar Kaupþing efnahagsstefnu Samfylkingarinnar?

Það er athyglisvert að skoða leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað er um rit Samfylkingarinnar um efnahagsmál.

  Í leiðaranum stendur m.a. :

 “Annað dæmi um svona undarlega sýn á veruleikann í íslenzku samfélagi er setning á borð við þessa: “ Þessar ákvarðanir ríkisins vöktu upp samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna með yfirboðum, sem aukið hafa spennuna í hagkerfinu.”  Hvaða vitleysa er þetta? Er höfundum þessa rits ekki ljóst að það voru bankarnir með Kaupþing banka í farabroddi sem fóru einfaldlega inn á húsnæðislánamarkaðinn og hófu stórfellda samkeppni við ríkið um húsnæðislán?”  Samkeppni þar sem lánað var 100% af íbúðarverði og ekkert þak,  Samkeppni þar sem einstaklingar skuldbreyttu íbúðarlánum til að fjármagna aukna neyslu.

 

 Þetta er rétt hjá Mogganum. Þetta er algjör vitleysa hjá Samfylkingunni.

  En þessi vitleysa skyldi þó ekki vera tilkomin vegna þess að einn af höfundum skýrslunnar er starfsmaður Greiningardeildar Kaupþings?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Og stjórnarflokkarnir voru yfir sig hrifnir þegar bankarnir fóru inná íbúðalánamarkaðinn! Hvað er að? Ertu ekki framsókarmaður?

Auðun Gíslason, 13.4.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Góður Valdi. Það hefur líka gleymst að spyrja sósíalísku frambjóðendurna með frestunaráráttuna um það hvernig þeir ætla að koma á neyslustýringu í landinu í kjölfar þess að bankarnir komu inn á markaðinn og buðu lánin sem þú lýsir svo vel. Ætla þeir að setja jeppaþak á heimili, þak á fjölda flatskjáa eða hvar ætla þeir að bera niður? Kannski Auðun geti svarað því? Annars er ég hissa á því að hann skuli ekki vera í Egilshöll á þessum tíma að skrifa stefnu Samfylkingarinnar í málefnastarfinu. Æ, nei. Það er búið að kynna stefnu Samfylkingarinnar.

Helga Sigrún Harðardóttir, 13.4.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

... og þingmennirnir eru formenn málefnahópanna til að tryggja að ekki verði gerð uppreisn...

Gestur Guðjónsson, 13.4.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband