Á hverja á að hlusta

Á framsóknarflokkurinn að hlusta á það sem yfirgáfu flokkinn og kusu annan flokk í Alþinginskosningunum?  Eða á flokkurinn að hlusta á 11.7% kjósenda sem treysta framsóknarmönnum best til að koma að stjórn landsins?   Mér finnst það skrýtin pólitík ef líta á til kjósenda annara flokka þegar framsóknarmenn meta þá stöðu sem upp er komin.

Framsóknarmenn lögðu í þessa kosningabaráttu með sterka málefnalega stöðu, málefni sem flokkurinn og flokksfólk trúir á.   Það ber að líta til þess hvaða málum við náum fram í stjórnamyndunarviðræðum.  Okkar skylda er við þá sem kusu flokkin en ekki við þá sem yfirgáfu hann.  Ég tel því mikilvægt að framsóknarmenn haldi málefnunum á lofti og geri kröfu um að þeir hafi þar meiri áhrif í nýrri ríkisstjórn, en í fráfarandi ríkisstjórn.  Náist það ekki er sjálfhætt.  En ég hafna því algjörlega að láta þá sem yfirgáfu flokkinn ráða mínu atkvæði komi til þess að greiða atkvæði um stjórnarþáttöku á miðstjórnarfundi.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband