Lífið heldur áfram

Álver við Helguvík verður varla stöðvað úr þessu, sem betur fer.  Það er búið að leggja í mikla vinnu og mikla leit að atvinnutækifærum fyrir Suðurnesjamenn.  Atvinnutækifærum sem skjóta frekari stoðum undir atvinnulífið og auka þar fjölbreytni.   Nú glittir í árangur af þeirri vinnu og vonandi verður þjóðin það lánsöm að hér verði ríkisstjórn sem stiður við bakið á heimamönnum í þeirri uppbyggingu, en leggur ekki steina í götu þeirra.

Það er skylda framsóknarmanna að sitja sem fastast í ríkisstjórn og tryggja að hagspár Seðlabanka og fjármálaráðuneytis um 3.5% atvinnuleysi rætist ekki.  Atvinnuleysi er mesta böl sem einstaklingar og fjölskyldur upplifa og íhaldið, ásamt Samfylkingu og VG eru greinilega tilbúin til að koma hér á tímabundnu atvinnuleysi til að leysa einhvern ímyndaðan hagstjórnarvanda.


mbl.is Skýrsla vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ónei félagi. Hins vegar er það skylda ykkar Framsóknarmanna að viðurkenna ósigurinn og reyna að taka honum eins og mönnum sæmir. Á Íslandi er ekkert fyrirsjáanlegt atvinnuleysi og heldur engin þörf fyrir Framsóknarmennsku og alla þá spillingu sem henni fylgir.

Sigurður Hrellir, 15.5.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Eina skylda okkar er við þá sem kusu Framsóknarflokkinn.  Við höfum engar skyldur við þá sem kusu aðra flokka.  11.7% þjóðarinnar vilja okkar stefnu í landsmálunum, við þá er okkar skylda.  Könnun fréttablaðsins sýnir að þriðjungur þjóðarinnar vill sömu stjórn áfram, við þá höfum við skydlur, ekki þá sem vilja aðra stjórn.  Svona einfalt er nú það.

G. Valdimar Valdemarsson, 16.5.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband