Landsbyggðarskattur

Enn á að höggva í sama knérunn og láta landsbyggðina greiða fyrir vandamálin í þéttbýlinu.  Hátt vaxtastig er að sliga fyrirtækin í landinu, hvort sem þau er á landssvæðum þar sem þensla er vandamálið eða á landssvæðum þar sem er samdráttur.   Það virðist alltaf nærtækast að láta einhvern annan bera hitan og þungan af þeim lausnum sem eru fundnar til að leysa vandamál þéttbýlisins.   Væri ekki nær að skattleggja umferð inn á höfuðborgarsvæðið með gjaldhliðum til að draga úr umferð og auka hagkvæmni þess að nota almenningssamgöngur?   Hversvegna eiga íbúar á Patreksfirði að greiða skatt af akstri heima hjá sér til að draga úr svifkryki í höfuðborginni?
mbl.is Vilja innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Ha? Merkileg niðurstaða sem þú færð og merkilegt að þú þurfir að snúa þessu upp í landsbyggð vs. þéttbýli. Þeir sem eru á höfðuborgarsvæðinu greiða sitt og svo borgar bara Patreksfirðingurinn þegar hann kemur í heimsókn yfir daginn – rennir sér inn á bensínstöðina í Borgarnesi og kaupir dagpassa eða tvo. Þetta hefur verið gert í Oslo í nokkur ár og hefur haft þau áhrif að notkun á nagladekkjum er orðin minni en 20% þar. Hún var svipuð og hér áður en þeir byrjuðu á þessu.

Hilmar Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Norðmenn eru með gjaldtöku inn í bæi óháð því á hvort þú ert á negldum dekkjum eða ekki.   Hér er talað um að skattleggja notkun nagladekkja og leggja gjald ofan á dekkin, sem er auðvitað einfaldasta leiðin, en bitnar á þeim sem síst skyldi.  Ef menn finna aðra leið er það hið besta mál.   Dagpassar sem þeir greiða sem koma til borgarinnar er fáránleg hugmynd, hvað á þá að gera við þá sem aldrei fara út fyrir borgarmörk og keyra á negldu allan veturinn?

G. Valdimar Valdemarsson, 7.9.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Þeir sem búa í Reykjavík og velja nagladekk, greiða fyrir það, að sjálfsögðu. Þetta getur verið t.d. vetrargjald og þarf að hafa límmiða um að nagladekkjagjald hafi verið greitt. Til þess að einmitt að refsa ekki Patreksfirðingum með flötum dekkjaskatti, þá geta þeir greitt fyrir sína mengun með dagpössum. Þetta er ekkert flókið eða fáranlegt. Þeir sem menga - greiða - það er sanngjarnt. Þeir sem keyra á nöglum og greiða ekki - fá háa sekt. 

Í Osló þarf að greiða sérstakan nagladekkjaskatt ef ekið er á nöglum í borginni. þar má keyra á nöglum frá 1. nóv til 30. mars á komandi vetri. Ef ökumaður er að koma utan frá í borgina (t.d. frá Patreksfirði), getur hann keypt dagpassa sem fer í gluggann. Þetta er einfalt kerfi og virkar og hefur dregið úr umtalsvert úr nagladekkjanotkun. Merkilegt er svo að skoða að það hefur ekki haft áhrif á slysatíðni.

Hilmar Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég get nú ekki séð í skýrslunni neitt um þessa útfærslu sem þú talar hér um, kannski veist þú betur en ég hvað skýrsluhöfundar eru að hugsa, en ég tel fulla ástæðu til þess að hafa af því áhyggjur að bakari verði hengdur fyrir smið ef skattleggja á notkun nagladekkja og vek bara athygli á því að ég sem sumarhúsaeigandi sem er duglegur að fara í bústa út á land og kaupa þar þjónustu verð að sjálfsögðu hengdur fyrir það að setja öryggið á oddinn og nota nagladekk á bílinn.

G. Valdimar Valdemarsson, 10.9.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband