Er það nema furða

Það hafa allir beðið eftir ríkisstjórninni og aðgerðum hennar til að bregðast við ástandinu í efnahagsmálum.  Það blasir við að ráðamenn eru meira uppteknir af því að ferðast og skoða heiminn en að takast á við ástandið hér heima.   Ef ríkisstjórnin var að bíða eftir lægra skuldatryggingarálagi áður en farið væri í erlenda lántöku til auka við gjaldeyrisvarasjóðinn, var þá ekki rétt að grípa til annarra ráðstafana á meðan?

Það er ljóst að Seðlabankinn ræður ekki einn við vandann.  Enginn veit hvort síðasta vaxtahækkun hafði áhrif á gengið eða ekki.  Það er hægt að spá og spekúlera og fabúlera um það ef vextir hefðu ekki verið hækkaðir væri gengið enn verr á vegi statt.  Það er samt staðreynd að það verða bara spekúlasjónir og byggir ekki á neinum haldbærum staðreyndum.

Neró horfði á Róm brenna en íslenskir ráðamenn kjósa að vera erlendis til að komast undan óþægilegum spurningum.  Þannig koma þeir sér hjá því að horfast í augu við ástandið og grípa til ráðstafana.  Almenningur fær hvort sem er reikninginn og langt í kosningar.

Ég held að Bjarni Harðarson hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kallaði ríkisstjórnina útlagastjórn.


mbl.is Lánshæfiseinkunnir lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

"...gengið enn verr á vegi statt" ?

 Þú talar eins og það eitthvað óeðlilegt við gengið þessa stundina, þegar staðreyndin er fremur sú að gengið er næstum eðlilegt um þessar mundir - ef eitthvað er, þá þyrfti það að falla aðeins meira, en því er bara haldið uppi með þessu vaxtaorkri Seðlabankans.

Púkinn, 17.4.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ekki lesa eitthvað á milli lína sem ekki stendur þar.   Ég sagði: " Það er hægt að spá og spekúlera og fabúlera um það ef vextir hefðu ekki verið hækkaðir væri gengið enn verr á vegi statt."  Í því felst engin skoðun af minni hálfu um hvað sé rétt gengisskráning.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.4.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband