Hvað er milljarður milli vina

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tók ákvörðun um að ekki verði byggð háhitavirkjun við Bitru.  Þessi ákvörðun er tekin á stjórnarfundi OR án undangenginnar umræðu í borgarstjórn og bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eiga OR með Reykvíkingum.   Virðing meirihlutans í stjórn OR fyrir fjármunum skattgreiðenda er greinilega ekki mikil þessa dagana.

Síðast liðið haust settu sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meirihlutastarf með Framsóknarflokknum í uppnám sem endaði með slitum vegna þess að þeir töldu að ekki bæri að hætta fé Orkuveitunnar í áhættufjárfestingar í útlöndum.   Sexmenningarnir kvörtuðu undan ónógri kynningu og samráði þeirra sem sátu í stjórn OR.

Niðurstaðan er sú að í REI sitja nú starfsmenn og horfa á tækifærin líða hjá.  REI er vel kynnt fyrirtæki sem býr yfir eftirsóttri þekkingu.   Erlendis er mýmörg tækifæri til þess að flytja út hugvit og verkþekkingu og afla tekna fyrir þjóðarbúið.  Vandinn er bara sá að enginn veit hvert á að stefna.  Starfsmennirnir vita ekki þegar þeir vakna til vinnu að morgni hvort stefnan í dag er í norður eða suður.

Nú er einn þessara sex menninga orðinn stjórnarformaður OR og þá er lítið mál að afskrifa eins og 1.000 milljónir í fjárfestingu við undirbúning og rannsóknir Bitruvirkjunar svona á klukkutíma fundi og án alls samráðs og umræðu.

Það má til gamans geta þess að það koma um 400 manns á dag að skoða Hellisheiðarvirkjun, hvað ætli það komi margir á Ölkelduháls?   Hestamaður sem fer mikið þar um efast um að það sé að jafnaði mikið meira en 1 - 2% af þeim fjölda sem skoðar virkjunina.   Svo rökin um að ferðaþjónusta geti komið í stað virkjana er ansi hæpin og menn þar á fullkomnum villigötum.

Er nema von að borgarbúar hafi misst allt traust til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband