Að gæta hagsmuna almennings

Á síðastliðnu hausti varð upphlaup í borgarstjórnarflokki Sjálfsstæðisflokksins sem leiddi að lokum til slita á samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk og setti af stað alla þá atburðarrás sem við höfum horft uppá allar götur síðan.

Þegar sexmenningarnir í borgarstjórnarflokknum hófu atlögu sína að borgarstjóra var það undir þeim formerkjum að hann hafi tekið ákvarðanir án þess að hafa samráð við hina borgarfulltrúana. Síðar kom þeim í hug sú skýring að útrásarverkefni með opinbert fé samræmdust ekki grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og að það bæri að fara vel með opinbert fé.

Nú hefur þessi sami borgarstjórnarflokkur staðið að því á stuttum fundi án nokkur samráðs við kóng eða prest að afskrifa þúsund milljóna fjárfestingu Orkuveitunnar í Bitruvirkjun.   Ekki voru Akurnesingar eða Borgnesingar, meðeigendurnir, spurðir og ekki var beðið með ákvörðunina eins og einn fund til að fara yfir stöðuna sameiginlega.  Nei þeim lá svo á að það var bara drifið í því að henda aurunum út um gluggann og Samfylking og Vinstri græn fögnuðu framtakinu alveg sérstaklega í bókun.

Nú berast af því fréttir að kannski sé hægt að draga úr skaðanum,  það gætu verið kaupendur að verkefninu og þannig fengist kannski eitthvað upp í þúsund milljónirnar til að draga úr skaða Orkuveitunnar og almennings af frumhlaupinu.

Það er ljóst að Sveitarfélagið Ölfus vill virkjun og þau atvinnutækifæri sem henni fylgja, og varla getur það talist siðlegt að Reykjavík, Akranes og Borgarnes sitji á landi og gögnum sem koma í veg fyrir það að Ölfusingar geti ráðstafað landi innan eigin sveitarfélags að vild.   Tala nú ekki um þegar það getur orðið til þess að bjarga allt að þúsund milljónum í hús sem annars hefðu tapast.

Þá væri í raun það eina sem hefði tapast væri mögulegur hagnaður Reykvíkinga, Akurnesinga og Borgnesinga af Bitruvirkjun en látum það liggja á milli hluta.   Það verða bara aðrir sem fá hann, einhverjir sem eru svo heppnir að hafa ekki fljótfæru sexmenninga úr Sjálfstæðisflokknum til þess að klúðra málum.   Og þá er nokkuð víst að honum verður betur varið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband