Yfir 1.000 milljónir út um gluggan ?

Það liggur þá ekki beinast við að aðrir aðilar taki upp keflið þar sem Reykvíkingar gáfust upp.  Nú hljóta aðrir orkuframleiðendur að velta því fyrir sér hvort sú vinna og það fjármagn sem OR hefur lagt í undirbúning Bitruvirkjunar sé falt.  

Varla ætla borgarfulltrúar íhalds og borgarstjórinn að setja sig upp á móti því að almannafyrirtæki eins og Orkuveitan fái fyrir útlögðum kostnaði sé þess nokkur kostur.   Reykvíkingar geta heldur ekki setið á landi í öðru sveitarfélagi sem það hefur ætlað til orkuöflunar og meinað öðrum orkufyrirtækjum sem vilja koma að málinu að taka yfir.


mbl.is Ákvörðun um að hætta við Bitruvirkjun ekki endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband