Útlendingastofnun - ekkert samræmi í afgreiðslum.

Nú hefur Útlendingastofnun gefið út yfirlýsingar í þessu máli sem eru í einu orði sagt hlægilegar.  Það þekkja allir sem hafa átt eitthvað saman við þá stofnun að sælda að afgreiðsla erinda fer frekar eftir því á hverjum þú lendir, eða í hvernig skapi viðkomandi er, eða hverja þú þekkir, en einhverjum samræmdum reglum.

Er ekki krafa dagsins í dag sú að Ríkisendurskoðun geri á stofnunni úttekt.  Úttekt þar sem farið er í saumana á erindum til stofnunarinnar og hún láti rökstyðja málsmeðferð og afgreiðslu.  Ég hef heyrt af mýmörgum dæmum um mismunandi afgreiðslur, mismunandi körfur um upplýsingar og eyðublöð sem þarf að skila.   Flýtiafgreiðslum sem sumum standa til boða, og öðrum ekki.  Ég hef heyrt um fólk sem átti í baráttu við stofnunina í marga mánuði, síðan var þeim bent á að tala við mann úti í bæ sem þekkti til og þá var erindið afgreitt á tveimur dögum.

Þeim sem ég hef rætt við um Útlendingastofnun ber saman um að þarna sé eitthvað mikið að. 

Krafan er: 

1. Paul Ramses heim og tryggjum honum sanngjarna málsmeðferð.

2. Gerum úttekt á stofnunni og komum hlutunum í lag svo að svona harmleikir endurtaki sig ekki


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Innilega sammála þér. Löngu tímabært að gera úttekt á þessari stofnun. Ég skil heldur ekki af hverju fólk velur að vinna við svona störf ef það hefur ekki snefil að samkennd í hjarta sínu.

Birgitta Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 13:43

2 identicon

Vandamálið er bara það að sá sem yrði þá ábyrgur fyrir rannsókninni er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem hefur þegar gefið það út opinberlega að hann sé fullkomlega sáttur við vinnubrögð stofnunarinnar. Ég hefði haldið að þar með væri hann vanhæfur en hver gætir gæslumannanna?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það yrði að sjálfsögðu Ríkisendurskoðun sem gerði úttektina og það væri alsherjarnefnd Alþingis sem legði fyrir hana spurningarnar sem úttektin á að svara.  Og þá er það bara okkar sem kjósenda að setja þrýsting og þingmenn í alsherjarnefnd að fara fram á úttekt og hafa áhrif á það um hvað verður spurt.

G. Valdimar Valdemarsson, 7.7.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband