Að dæma sig úr leik í umræðunni

Umhverfissinnar og náttúruverndarfólk hefur ítrekað dæmt sig úr leik í umræðu um náttúruvernd.  Það má fullyrða að framganga þessara aðila einmitt vegna vegagerðar á þessum þremur stöðum, um Gjábakka, Teigskóg og við Dettifoss hafi átt stóran þátt í því. 

Vegagerðin hefur farið með vegina í gegnum lögformlegt ferli og niðurstaða er fengin, en það er eins og að ef niðurstaðan er ekki samkvæmt rétttrúnaði umhverfissinna sé ástæðulaust að una við hana.

Það er synd að helstu talsmenn náttúrunnar á Íslandi hafa haga málflutningi sýnum með þeim hætti að fjöldi fólks er hætt að hlusta eftir þeirra skoðunum, og forðast að hafa við þá samráð um nokkurn hlut þar sem það virðist hvort sem er alveg tilgangslaust.

Vonandi eiga eftir að veljast málefnalegri einstaklingar til forystu í samtökum um náttúruvernd, einstaklingar sem hægt er að ræða málin við og komast að skynsamlegri niðurstöðu.  Ég tel að þessi skotgrafahernaður sem tíðkast í dag væri ekki til staðar væri jafnvel búið að finna málamiðlun um vegstæði sem allir væru sáttir við í einhverjum af þessum þremur tilfellum.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband