Vonandi verður gætt að hagsmunum borgarbúa

Það er ljóst að Vinstri grænir og Samfylking slitu Tjarnarkvartettnum þegar flokkarnir án nokkurs samráðs fögnuðu niðurstöðu Skipulagsstofnunar og stóðu að því að slá virkjunina út af borðinu.  Óskar Bergsson gaf þeim kost á að endurskoða afstöðu sína með tillögu í borgarráði, en þeir kusu að standa fast við að slíta.   Flokkarnir voru síðan enn spurðir í gærmorgun hvort þeir stæðu við þessa skoðun og það hafði ekkert breyst.  

Framsóknarmenn standa ekki að því að henda 1500 milljónum úr sameiginlegum sjóðum út um gluggann.   Framsóknarmenn skipta ekki um skoðun þegar kemur að því að byggja upp atvinnulíf og afla áður en eytt er. 

Samfylking og Vinstri grænir hafa ekki lagt neitt jákvætt til borgarmála í 200 daga, það er tönglast á því að það beri að viðhalda ófremdarástandi í borginni.   Látum þá kveljast í meirihlutanum, var viðkvæðið.  Það var ekki hugsað um hag borgarbúa, heldur komandi kosningar.   Eina hugmyndin sem borgarstjóri 100 daga meirihlutans hefur borið á borð er að kjósa aftur núna?  Og samt veit hann að það stenst ekki lög,  það eru ekki heilindi í tillöguflutningnum heldur er verið að hugsa um eigin rass.  Borgarbúar og hagsmunir þeirra eru í bestafalli númer 3 eða 4.

skamm.


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll G.

Veistu hvað það bárust margar athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna þessa máls? (Svar: um 600).

Veistu hvað það bárust margar athugasemdir til bæjarstjórnarinnar í Ölfusi vegna þess að þeir vilja skilgreina svæðið sem iðnaðarsvæði? (Svar: um 1000).

Veistu að Skipulagsstofnun lagðist gegn byggingu Bitruvirkjunar m.a. vegna þess að einstæðri náttúru rétt við borgarlandið yrði varanlega spillt? Auk þess eru miklar áhyggjur af mengun, bæði í andrúmslofti og sökum hávaða, ekki síst í Hveragerði.

Finnst þér virkilega að Óskar Bergsson hafi umboð Reykvíkinga til að ganga gegn þessum úrskurði og öllum þessum fjölmörgu athugasemdum?

Framsóknarmenn henda ekki peningum út um gluggann segir þú. Hins vegar stinga þeir þeim iðulega í eigin vasa þegar þeir sjá tækifæri til!

Sigurður Hrellir, 15.8.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Rógberinn Sigurður Hrellir en enn kominn á kreik, hann leggur fram nokkur rök, en kastar svo fram rógi lygum og skít svona í restina.   Hann á svo bágt með að vera málefnalegur.  Ætli sé hægt að leita sér meðferðar við þessu?

Ég skal svara rökunum þegar hann lætur af rógi og lygum.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.8.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Eins og ég hef áður sagt er erfitt að ljúga upp á Framsóknarflokkinn. Ætli það teljist mér ekki til hróss að vera flokkaður sem rógberi og lygari á þessum bæ.

En burtséð frá því þá fæ ég í sannleika sagt ekki séð hvaða stefnumunur er á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum lengur. Þessi græna afturganga mun líka endanlega fæla síðustu kjósendurna frá flokknum hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvíl í friði.

Sigurður Hrellir, 15.8.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband