Sá á kvölina sem á völina

Leiðirnar til að losa fjármálakerfið við Íslandsálagið til langs tíma eru líklega helst tvær: Annars vegar er hægt að stækka myntkerfið og hins vegar að bankarnir finni sér annan bakhjarl en Seðlabanka Íslands og flytji höfuðstöðvar sínar, segir Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Glitnis.

Nú geta íslenskir stjórnmálamenn ekki grafið höfuðið lengur í sandinum.   Þeir verða að svara í vetur þeirri grundvallarspurningu hvort þeir vilja byggja hér upp alþjóðlegt fjármálaumhverfi og styðja við útrás bankana, eða hvort þeir telja að íslendingar séu betur settir án fjármálageirans og þeirra tekna og atvinnutækifæra sem fylgir honum.

Í mínum huga er valið auðvelt, við eigum að samþykkja á þingi í vetur að sækja um aðild að ESB og hefja þegar viðræður við Seðlabanka Evrópu um stöðuleikasamning og að hann aðstoði íslenska seðlabankann við að ná hér nauðsynlegum stöðuleika og að uppfylla kröfur um aðild að myntbandalaginu.

Ef það er einhver efi í huga stjórnmálamanna eiga þeir að vísa þeirri spurningu til þjóðarinnar hvort sækja eigi um aðild.  Það er ábyrgðarhluti að vera í stjórnmálum og útiloka það að skoða hvernig samninga við getum náð við ESB.   Stjórnmálamenn á Íslandi eru í engri aðstöðu til að fullyrða í dag hvaða árangri við gætum náð í aðildarviðræðum.  Þeim spurningum verður ekki svarað án aðildarumsóknar.  

Það er löngu tímabært að tala tæpitungulaust um þessi mál og krefja menn svara.  Hvenær á að sækja um aðild?

Ég segi, ekki seinna en um áramót.


mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Aldrei þessu vant er ég sammála þér. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í innbyrðis tilvistarkreppu vegna ESB málsins en fyrr eða síðar verða þau að taka af skarið. Þessi hugmynd Björns Bjarnasonar er einungis til að vinna tíma því að pólitískt gengi hún aldrei upp.

Hvenær ætlar Framsóknarflokkurinn annars að mynda sér ákveðna stefnu í þessu máli?

Sigurður Hrellir, 27.8.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er ekki í spilunum og veður ekki, að sækja um neina aðild, hvorki beina eða óbeina.

Bjarni Kjartansson, 27.8.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vantaði inní fyrra innlegg.

Við verðum gersamlega ósjálfráða þar og fáum öngvu ráði um okkar auðlindir, líkt og Pólverjar eru nú að komast að fullkeyptu og Írar eru að vakna uppvið nú um stundir.

Þjóðhættulegir menn geta þjónað lund sinni með að láta sig dreyma blauta drauma um sig í starfi hjá kratískum skrifstofum í Brussel en öngvir þjóðhollir og frómir íslendingar eru í því hjalinu.

Miðbæjaríhaldið

hefur horft á hvernig fer fyrir þeim þjóðum sem töldu Gull en fá Gjall í staðinn innan ESB

Bjarni Kjartansson, 27.8.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband